Sveitarstjórn

390. fundur 10. apríl 2025 kl. 15:00 - 17:15 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Þorleifur Karl Eggertsson oddviti
  • Magnús Magnússon varaoddviti
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ingimar Sigurðsson aðalmaður
  • Viktor Ingi Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Jónasson kom til fundar kl. 15:01.

1.Ársreikningur Húnaþings vestra 2024

Málsnúmer 2504010Vakta málsnúmer

Ársreikningur sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2024 lagður fram til fyrri umræðu sveitarstjórnar ásamt sundurliðunarbók og skýrslu um stjórnsýsluskoðun.
Kristján Jónasson endurskoðandi KPMG mætti til fundar við sveitarstjórn. Kristján lagði fram og skýrði ársreikning fyrir árið 2024. Kristján svaraði í framhaldinu fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.

Í framhaldinu lagði oddviti fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að vísa ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2024 til síðari umræðu.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Kristján vék af fundi kl. 16:11.

2.Byggðarráð - 1240

Málsnúmer 2503002FVakta málsnúmer

Fundargerð 1240. fundar byggðarráðs frá 17. mars sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Aðrir dagskrárliðir og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Byggðarráð - 1241

Málsnúmer 2503004FVakta málsnúmer

Fundargerð 1241. fundar byggðarráðs frá 31. mars sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Aðrir dagskrárliðir og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1241 Byggðarráð samþykkir samstarf um úttekt á vatnsveitu með tilliti til aðgengis að slökkvivatni við bruna. Sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs og slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra er falið að vinna úttektina.
  • Byggðarráð - 1241 Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hafnar beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar.
  • Byggðarráð - 1241 Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri, verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.
  • Byggðarráð - 1241 Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri, verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.
  • Byggðarráð - 1241 Tengiliður Húnaþings vestra verður Þorgils Magnússon, sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs.
  • Byggðarráð - 1241 Tvö tilboð bárust. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Hvammstak ehf. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1241 Byggðarráð samþykkir að tillögurnar verði settar í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins og haldið verði opið hús í Félagsheimilinu Hvammstanga þar sem íbúar geta kynnt sér tillögurnar.
  • Byggðarráð - 1241 Byggðarráð Húnaþings vestra styður mótun heildrænnar borgarstefnu fyrir Ísland. Ráðið telur mikilvægt að í slíkri stefnu sé skýrt kveðið á um hlutverk og skyldur höfuðborgar og svæðisborgar gagnvart landsbyggðunum. Í framkomnum drögum vantar að mati ráðsins nokkuð þar upp á og meðal annars nauðsynlegt að rík áhersla sé lögð á hlutverk Reykjavíkurflugvallar og Landspítalans í þjónustu við landsbyggðirnar. Einnig leggur ráðið áherslu á að til viðbótar við samgöngur á lofti er brýnt að samgöngur á landi séu viðunandi svo íbúar landsbyggðanna hafi sem best aðgengi að þjónustu í höfuðborginni. Í því sambandi vill ráðið leggja áherslu á að ráðist verði í byggingu Sundabrautar sem allra fyrst enda sýni greiningar að íbúar Húnaþings vestra sæki sér þjónustu sem ekki er veitt í nærumhverfi að mestu á höfuðborgarsvæðið. Sú framkvæmd myndi auðvelda aðgengi íbúa á vestur- og norðurhluta landsins að þjónustu í Reykjavík til mikilla muna.

    Byggðarráð tekur undir sjónarmið þau sem fram koma í umsögn Skagafjarðar og fleiri sveitarfélaga um að þess verði gætt að borgarstefna leiði ekki til þess að dregið verði úr nauðsynlegri uppbyggingu grunn innviða annarsstaðar á landinu m.a. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmál, löggæslu og opinbera stjórnsýslu. Með öðrum orðum að stefnan leiði til uppbyggingar en ekki til frekari skerðinga á þjónustu á landsbyggðunum en orðið er.

  • Byggðarráð - 1241
  • Byggðarráð - 1241
  • Byggðarráð - 1241
  • Byggðarráð - 1241 Sigríður Ólafsdóttir, formaður landbúnaðarráðs, verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.

4.Byggðarráð - 1242

Málsnúmer 2504001FVakta málsnúmer

Fundargerð 1242. fundar byggðarráðs frá 7. apríl sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Aðrir dagskrárliðir og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1242 Sveitarstjóra er falið að senda inn umsókn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  • Byggðarráð - 1242 Styrkir til leikfélaga árið 2025 voru auglýstir með umsóknarfresti til 1. apríl sl. Ein umsókn barst frá Handbendi brúðuleikhúsi. Byggðarráð samþykkir að styrkja Handbendi um kr. 300 þúsund til uppsetningar á sýningunni Karíus og Baktus í Húnaþingi vestra. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1242 Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram eftirfarandi tillögu að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að upphæð kr. 38.629.837:

    „Eignasjóður
    Stofnframlag Brák íbúðafélag vegna Norðurbrautar 15


    kr. 36.079.837

    Dæla á slökkvibifreið






    kr. 2.550.000

    Hækkun eignfærðrar fjárfestingar er mætt með lækkun handbærs fjár.

    Stofnframlagið tengist íbúðauppbyggingu að Norðurbraut 15. Áður samþykkt á 384. fundi sveitarstjórnar sem fram fór þann 17. október 2024. Um er að ræða 75% framlags sveitarfélagsins. 25% framlagsins verður greitt við öryggisúttekt þegar húsið er risið sumarið 2026.

    Í lok árs 2024 var samhliða kaupum á VW Amarok bifreið slökkviliðsins gert ráð fyrir kaupum á dælu. Ekki náðist að flytja dæluna inn fyrr en nú.

    Ekki er lagt fyrir málaflokkayfirlit þar sem viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins 2025.“

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

    Á móti fjárfestingu í stofnframlagi vegna íbúðabyggingar að Norðurbraut 15 verða innheimt opinber gjöld af byggingu hússins, t.a.m. gatnagerðar- og tengigjöld.

  • Byggðarráð - 1242 Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, fór yfir drög að ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2024. Byggðarráð samþykkir ársreikninginn og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1242
  • Byggðarráð - 1242 Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Kirkjuhvammsvegar 4 til Reykjahöfða ehf. í samræmi við þá skilmála sem um lóðaúthlutanir hjá Húnaþingi vestra gilda. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1242 Í erindinu er óskað eftir að sveitarfélagið greiði útlagðan efniskostnað sem hlaust af meðhöndlun hryssu sem slaðaðist í stóðsmölun. Fyrir liggur álit lögmanns. Samkvæmt því er ekki hægt að líta svo á að sveitarfélagið beri ábyrgð á tjóni á búpeningi við smalamennsku. Kröfunni er því hafnað. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1242 Til umsagnar er frumvarp um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlanir sem miðar að því að bæta málsmeðferð og auka skilvirkni. Staða raforkumála á Íslandi í dag er grafalvarleg og skert aðgengi að orku hefur bein áhrif á möguleika sveitarfélaga til eflingar atvinnulífs og þar með fjölgunar íbúa. Því er ljóst að leita þarf leiða til að stytta málsmeðferð og auka skilvirkni í ferlinu öllu. Byggðarráð sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við einstaka greinar frumvarpsins en vill koma á framfæri eftirfarandi áherslum:

    1) Brýnt er að hafa í huga og taka fullt tillit til óskoraðs skipulagsvalds sveitarfélaga. Ekki verður á það fallist að á það verði gengið með nokkrum hætti. Breytingar á heimildum sveitarfélaga til frestunar ákvarðana um landnotkun sem fram eru settar í frumvarpinu vekja áhyggjur af því að á skipulagsvaldið sé gengið. Rammaáætlun er nú þegar inngrip inn í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga þar sem hún er bindandi við gerð skipulagsáætlana þeirra en þau hafa hins vegar ekki aðkomu að vinnslu Rammaáætlunar. Því má segja að við málsmeðferðina sé nú þegar skerðing á skipulagsvaldi og ekki verður unað við frekari skerðingar.
    2) Byggðarráð leggur á það höfuð áherslu að samráð við sveitarfélög og nærsamfélagið hefjist mun fyrr í ferlinu við mat virkjanahugmynda en nú er. Það verður að teljast óeðlilegt að aðilar geti sett af stað vinnu í Rammaáætlun án nokkurs samtals við sveitarstjórnir sem fara með skipulagsvaldið. Um þetta eru fjölmörg dæmi, m.a. í Húnaþingi vestra varðandi virkjun vindorku.
    3) Byggðarráð sér einnig ástæðu til þess að ítreka við þetta tækifæri mikilvægi þess að sveitarfélög njóti góðs af orkuframleiðslu í þeirra nærumhverfi og fái skýrar heimildir til að innheimta gjöld af orkumannvirkjum.
  • Byggðarráð - 1242
  • Byggðarráð - 1242
  • Byggðarráð - 1242
  • Byggðarráð - 1242
  • Byggðarráð - 1242

5.Skipulags- og umhverfisráð - 374

Málsnúmer 2503007FVakta málsnúmer

Fundargerð 374. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 26. mars sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Ingimar Sigurðsson formaður skipulags- og umhverfisráðs kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisráð - 375

Málsnúmer 2503013FVakta málsnúmer

Fundargerð 375. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 3. apríl sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Ingimar Sigurðsson formaður skipulags- og umhverfisráðs kynnti fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 375 Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir val á ráðgjöfum fyrir heildarendurskoðun aðalskipulags Húnaþings vestra 2026-2038. Á fundi ráðsins voru kynningar frá ráðgjöfum Landmótunar, Verkís og Eflu, sem allar voru mjög faglegar og upplýsandi sem kynntar voru á sameiginlegum fundi ráðsins og sveitarstjórn þann 26.03.2025.

    Eftir vandlega yfirferð og samanburð á fyrirliggjandi valkostum er það mat ráðsins að samið verði við Landmótun um verkefnið.

    Helstu rök fyrir þessari niðurstöðu eru eftirfarandi:

    1) Fagleg kynning og skýr framsetning á aðferðarfræði.
    Landmótun kynnti á faglegan og skýran hátt þá nálgun sem fyrirtækið leggur til grundvallar í skipulagsvinnu. Í kynningunni var lögð áhersla á stefnumótandi hugsun, ítarlega greiningu og vandaða stefnumótun sem tryggir gott aðalskipulag til framtíðar.

    2) Áhersla á samráð og gegnsæja vinnsluaðferð
    Í framsetningu ráðgjafans kom skýrt fram hvernig samráð við hagsmunaaðila, íbúa og sveitarfélagið verði háttað í vinnuferlinu. Mikilvægi gagnsæis í ferlinu var sérstaklega tekið fram, sem er lykilatriði í skipulagsvinnu af þessari stærðargráðu.

    3) Góð yfirsýn yfir viðfangsefnið og sérsniðnar lausnir.
    Landmótun sýndi fram á góða yfirsýn yfir þær áskoranir sem fylgja endurskoðun aðalskipulags Húnaþings vestra. Einnig var lögð áhersla á að laga vinnuferlið að þörfum sveitarfélagsins með hliðsjón af bæði staðbundnum aðstæðum og langtímasýn fyrir þróun byggðar og landnýtingar.

    4) Reynsla og þekking á sambærilegum verkefnum.
    Landmótun hefur yfir að ráða víðtækri reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði skipulagsmála og hefur unnið að sambærilegum verkefnum fyrir önnur sveitarfélög. Ráðið metur það sem mikilvægt að ráðgjafinn hafi sýnt fram á árangursríka nálgun í fyrri verkefnum sem nýtist við heildarendurskoðun aðalskipulags Húnaþings vestra 2026-2038.

    Að teknu tilliti til framangreindra atriða telur skipulags- og umhverfisráð rétt að fela Landmótun verkefnið og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja valið og ganga til samninga á grundvelli þess.

    Ráðið þakkar ráðgjöfunum fyrir mjög faglega og upplýsandi kynningu á verkefninu.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 375 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja eftirfarandi umsögn á veitingarleyfi fyrir Félagsheimilið Klapparstíg 4 á Hvammstanga í samræmi við 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016.

    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 375 Skipulags- og umhverfisráð hefur fjallað um breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms. Breytingin felur í sér fækkun húsa úr 9 í 8, auk minniháttar hliðrunar húsa innan svæðisins. Breytingin hefur engin áhrif á aðliggjandi svæði og telst minniháttar.

    Með fækkun og hliðrun húsa fellur breytingin vel að umhverfi svæðisins og gerir skipulagið betra í heild sinni m.a. með bættu aðgengi fyrir fatlaða. Breytingin hefur ekki áhrif á skuggavarp eða sýn sem veldur öðrum óþægindum fyrir svæðið í heild.

    Sveitarfélagið er eigandi landsins og aðliggjandi svæðis, og gerir skipulags- og umhverfisráð engar athugasemdir og metur að um óverulegu breytingu á deiliskipulaginu sé að ræða.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Fræðsluráð - 253

Málsnúmer 2503009FVakta málsnúmer

Fundargerð 253. fundar fræðsluráðs frá 27. mars sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður fræðsluráðs kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Landbúnaðarráð - 218

Málsnúmer 2503010FVakta málsnúmer

Fundargerð 218. fundar landbúnaðarráðs frá 2. apríl sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Sigríður Ólafsdóttir formaður landbúnaðarráðs kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Félagsmálaráð - 261

Málsnúmer 2503008FVakta málsnúmer

Fundargerð 261. fundar félagsmálaráðs frá 26. mars sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Ungmennaráð - 77

Málsnúmer 2503011FVakta málsnúmer

Fundargerð 77. fundar ungmennaráðs frá 3. apríl sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð - 77 Lögð fram beiðni frá forsvarsmönnum Elds í Húnaþingi 2025 um styrk vegna unglingaballs. Ungmennaráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum um kostnað vegna ballsins áður en ákvörðun liggur fyrir.

11.Öldungaráð - 11

Málsnúmer 2503005FVakta málsnúmer

Fundargerð 11. fundar öldungaráðs frá 25. mars sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 11.1 2410027 Lífsgæðakjarni
    Öldungaráð - 11 Byggingar- og skipulagsfulltrúi kynnti hugmyndir að lífsgæðakjarna. Öldungaráð fagnar hugmyndavinnu um lífsgæðakjarna neðan við Nestún og styður tillögur að skipulagi.
  • Öldungaráð - 11 Sviðsstjóri sagði frá hugmyndavinnu um endurbætur á íbúðum í Nestúni. Öldungaráð áréttar einnig um nauðsyn góðra hálkuvarna við Nestún og að fjölgun bílastæða verði flýtt eins og kostur er.
  • Öldungaráð - 11 Öldungaráð vill minna á bekkjarkort sem unnin voru fyrir nokkru og hvetur sveitarstjórn til að huga að fjölgun bekkja. Einnig minnir öldungaráð á að ekki hefur verið gengið frá bekk sem gefinn var af kvenfélagi. Öldungaráð leggur til að Jóna Halldóra Tryggvadóttir, Kristbjörg Gunnarsdóttir og Sigurður Þór Ágústsson fundi með umhverfissviði um málið.
  • Öldungaráð - 11 Sviðsstjóri kynnti drög að stefnu um vellíðan án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna. Öldungaráð fagnar stefnu í málaflokknum og leggur áherslu á að kynna íþrótta- og tómstundastarf að hausti.
  • 11.5 2310068 Gott að eldast
    Öldungaráð - 11 Henrike Wappler greindi frá stöðu verkefnisins Gott að eldast. Samþætt þjónusta hófst 1. janúar 2025. Nýjung í þjónustunni er heimaendurhæfing til að auka virkni og tengslaráðgjöf gegn félagslegri einangrun. Nýtt rými í eldri hluta sjúkrahúss verður tekið í notkun fjótlega. Kvöld- og helgarþjónusta er ekki hafin. Öldungaráð fagnar því að verkefnið er komið af stað.

12.Stýrihópur um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag - 5

Málsnúmer 2503012FVakta málsnúmer

Fundargerð 5. fundar stýrihóps um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag frá 3. apríl sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Magnús Vignir Eðvaldsson sveitarstjórnarmaður kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag - 5 Farið var yfir tillögur og athugasemdir úr opnu samráði. Stýrihópurinn þakkar fyrir góðar ábendingar úr samráðinu og hvetur íbúa til að taka meira þátt í því í framtíðinni. Breytingar voru gerðar í samræmi við ábendingar úr samráðinu og vísar hópurinn stefnunni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að ljúka uppsetningu stefnunnar og útbúa samantekt úr henni.
Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður starfshópsins kynnti fundargerð.

13.Starfshópur um opnunartíma leikskóla og grunnskóla - 3

Málsnúmer 2502009FVakta málsnúmer

Fundargerð 3. fundar starfshóps um opnunartíma leikskóla og grunnskóla frá 20. mars sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður starfshópsins kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Starfshópur um opnunartíma leikskóla og grunnskóla. - 3 Starfshópurinn fór yfir umræðupunkta frá íbúafundi og opnu samráði. Starfshópurinn felur sviðsstjóra og skólastjóra leikskóla að útbúa minnisblað með tillögum til byggðarráðs í samræmi við umræður á fundinum.

14.Samningur um talmeinaþjónustu

Málsnúmer 2503018Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Samning um talmeinaþjónustu.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Reglur um úthlutun félagslegra íbúða og íbúða fyrir aldraða í Húnaþingi vestra

Málsnúmer 2503036Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Reglur um úthlutun félagslegra íbúða og íbúða fyrir aldraða í Húnaþingi vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks

Málsnúmer 2503037Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Gjaldskrá fyrir félagsþjónustu

Málsnúmer 2503047Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Gjaldskrá félagsþjónustu.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2504008Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga að Viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 38.629.837:

„Eignasjóður

Stofnframlag Brák íbúðafélag vegna Norðurbrautar 15 kr. 36.079.837

Dæla á slökkvibifreið kr. 2.550.000

Hækkun eignfærðrar fjárfestingar er mætt með lækkun handbærs fjár.

Stofnframlagið tengist íbúðauppbyggingu að Norðurbraut 15. Áður samþykkt á 384. fundi sveitarstjórnar sem fram fór þann 17. október 2024. Um er að ræða 75% framlags sveitarfélagsins. 25% framlagsins verður greitt við öryggisúttekt þegar húsið er risið sumarið 2026.

Í lok árs 2024 var samhliða kaupum á VW Amarok bifreið slökkviliðsins gert ráð fyrir kaupum á dælu. Ekki náðist að flytja dæluna inn fyrr en nú.

Ekki er lagt fyrir málaflokkayfirlit þar sem viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins 2025.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Stefna um vellíðan án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna

Málsnúmer 2504027Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Stefnu um vellíðan án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

20.Úrsögn úr skipulags- og umhverfisráði

Málsnúmer 2503050Vakta málsnúmer

Lögð fram úrsögn Sveinbjargar Rutar Pétursdóttur úr skipulags- og umhverfisráði.
Sveinbjörg segir sig úr ráðinu vegna breytingu á starfi sínu. Sveitarstjórn samþykkir úrsögn Sveinbjargar úr skipulags- og umhverfisráði og þakkar henni framlag hennar í þágu sveitarfélagsins með störfum sínum í ráðinu.

21.Kosningar

Málsnúmer 2503051Vakta málsnúmer

Kosning nýs fulltrúa í skipulags- og umhverfisráð
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Endurtilnefning í skipulags- og umhverfisráð:
Aðalmenn:
Ingimar Sigurðsson, formaður
Birkir Snær Gunnlaugsson, varaformaður
Fríða Marý Halldórsdóttir
Guðmundur Brynjar Guðmundsson
Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir

Varamenn:
Guðni Þór Skúlason
Valdimar H. Gunnlaugsson
Guðný Helga Björnsdóttir
Guðjón Þórarinn Loftsson
Erla Björg Kristinsdóttir.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

22.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?