Málsnúmer 2503013FVakta málsnúmer
Fundargerð 375. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 3. apríl sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
-
Skipulags- og umhverfisráð - 375
Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir val á ráðgjöfum fyrir heildarendurskoðun aðalskipulags Húnaþings vestra 2026-2038. Á fundi ráðsins voru kynningar frá ráðgjöfum Landmótunar, Verkís og Eflu, sem allar voru mjög faglegar og upplýsandi sem kynntar voru á sameiginlegum fundi ráðsins og sveitarstjórn þann 26.03.2025.
Eftir vandlega yfirferð og samanburð á fyrirliggjandi valkostum er það mat ráðsins að samið verði við Landmótun um verkefnið.
Helstu rök fyrir þessari niðurstöðu eru eftirfarandi:
1) Fagleg kynning og skýr framsetning á aðferðarfræði.
Landmótun kynnti á faglegan og skýran hátt þá nálgun sem fyrirtækið leggur til grundvallar í skipulagsvinnu. Í kynningunni var lögð áhersla á stefnumótandi hugsun, ítarlega greiningu og vandaða stefnumótun sem tryggir gott aðalskipulag til framtíðar.
2) Áhersla á samráð og gegnsæja vinnsluaðferð
Í framsetningu ráðgjafans kom skýrt fram hvernig samráð við hagsmunaaðila, íbúa og sveitarfélagið verði háttað í vinnuferlinu. Mikilvægi gagnsæis í ferlinu var sérstaklega tekið fram, sem er lykilatriði í skipulagsvinnu af þessari stærðargráðu.
3) Góð yfirsýn yfir viðfangsefnið og sérsniðnar lausnir.
Landmótun sýndi fram á góða yfirsýn yfir þær áskoranir sem fylgja endurskoðun aðalskipulags Húnaþings vestra. Einnig var lögð áhersla á að laga vinnuferlið að þörfum sveitarfélagsins með hliðsjón af bæði staðbundnum aðstæðum og langtímasýn fyrir þróun byggðar og landnýtingar.
4) Reynsla og þekking á sambærilegum verkefnum.
Landmótun hefur yfir að ráða víðtækri reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði skipulagsmála og hefur unnið að sambærilegum verkefnum fyrir önnur sveitarfélög. Ráðið metur það sem mikilvægt að ráðgjafinn hafi sýnt fram á árangursríka nálgun í fyrri verkefnum sem nýtist við heildarendurskoðun aðalskipulags Húnaþings vestra 2026-2038.
Að teknu tilliti til framangreindra atriða telur skipulags- og umhverfisráð rétt að fela Landmótun verkefnið og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja valið og ganga til samninga á grundvelli þess.
Ráðið þakkar ráðgjöfunum fyrir mjög faglega og upplýsandi kynningu á verkefninu.
Bókun fundar
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisráð - 375
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja eftirfarandi umsögn á veitingarleyfi fyrir Félagsheimilið Klapparstíg 4 á Hvammstanga í samræmi við 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisráð - 375
Skipulags- og umhverfisráð hefur fjallað um breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms. Breytingin felur í sér fækkun húsa úr 9 í 8, auk minniháttar hliðrunar húsa innan svæðisins. Breytingin hefur engin áhrif á aðliggjandi svæði og telst minniháttar.
Með fækkun og hliðrun húsa fellur breytingin vel að umhverfi svæðisins og gerir skipulagið betra í heild sinni m.a. með bættu aðgengi fyrir fatlaða. Breytingin hefur ekki áhrif á skuggavarp eða sýn sem veldur öðrum óþægindum fyrir svæðið í heild.
Sveitarfélagið er eigandi landsins og aðliggjandi svæðis, og gerir skipulags- og umhverfisráð engar athugasemdir og metur að um óverulegu breytingu á deiliskipulaginu sé að ræða.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.