Öldungaráð - 11

Málsnúmer 2503005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 390. fundur - 10.04.2025

Fundargerð 11. fundar öldungaráðs frá 25. mars sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • .1 2410027 Lífsgæðakjarni
    Öldungaráð - 11 Byggingar- og skipulagsfulltrúi kynnti hugmyndir að lífsgæðakjarna. Öldungaráð fagnar hugmyndavinnu um lífsgæðakjarna neðan við Nestún og styður tillögur að skipulagi.
  • Öldungaráð - 11 Sviðsstjóri sagði frá hugmyndavinnu um endurbætur á íbúðum í Nestúni. Öldungaráð áréttar einnig um nauðsyn góðra hálkuvarna við Nestún og að fjölgun bílastæða verði flýtt eins og kostur er.
  • Öldungaráð - 11 Öldungaráð vill minna á bekkjarkort sem unnin voru fyrir nokkru og hvetur sveitarstjórn til að huga að fjölgun bekkja. Einnig minnir öldungaráð á að ekki hefur verið gengið frá bekk sem gefinn var af kvenfélagi. Öldungaráð leggur til að Jóna Halldóra Tryggvadóttir, Kristbjörg Gunnarsdóttir og Sigurður Þór Ágústsson fundi með umhverfissviði um málið.
  • Öldungaráð - 11 Sviðsstjóri kynnti drög að stefnu um vellíðan án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna. Öldungaráð fagnar stefnu í málaflokknum og leggur áherslu á að kynna íþrótta- og tómstundastarf að hausti.
  • .5 2310068 Gott að eldast
    Öldungaráð - 11 Henrike Wappler greindi frá stöðu verkefnisins Gott að eldast. Samþætt þjónusta hófst 1. janúar 2025. Nýjung í þjónustunni er heimaendurhæfing til að auka virkni og tengslaráðgjöf gegn félagslegri einangrun. Nýtt rými í eldri hluta sjúkrahúss verður tekið í notkun fjótlega. Kvöld- og helgarþjónusta er ekki hafin. Öldungaráð fagnar því að verkefnið er komið af stað.
Var efnið á síðunni hjálplegt?