Fundargerð 1240. fundar byggðarráðs frá 17. mars sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
-
Byggðarráð - 1240
Byggðarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni en bendir Sögufélaginu á að senda inn umsókn um styrk við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 í haust.
-
Byggðarráð - 1240
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við samtökin um eðli hugsanlegs samstarfs.
-
Byggðarráð - 1240
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bókun fundar
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1240
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
-
Byggðarráð - 1240
Lagður fram samningur milli Húnaþings vestra og menningar- og viðskiptaráðuneytis vegna framlags til stuðnings við endurbætur á Félagsheimilinu Hvammstanga, alls 43 milljónir á árinu 2025. Er samningurinn samkvæmt tilmælum fjárlaganefndar við samþykkt fjárlaga 2025 á Alþingi. Byggðarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti. Jafnframt fagnar ráðið styrkveitingunni sem er mikilvægur liður í vinnu við uppsetningu samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu. Gert er ráð fyrir að framlaginu verði ráðstafað til viðgerða á ytra byrði hússins á árinu.
-
Byggðarráð - 1240
Fulltrúar Húnaþings vestra á þinginu verða Þorleifur Karl Eggertsson, Magnús Magnússon, Sigríður Ólafsdóttir, Elín Lilja Gunnarsdóttir og Magnús Vignir Eðvaldsson. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri situr jafnframt þingið.
-
Byggðarráð - 1240
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.
-
Byggðarráð - 1240
Hlýtur Húnaþing vestra styrk upp á kr. 7,2 milljónir til verkefnisins Orkuskipti í Húnaþingi vestra. Um er að ræða undirbúning og greiningu á fýsileika á uppsetningu staðarveitna tengdum varmadælum, í eigu og rekstri Hitaveitu Húnaþings vestra, á köldum svæðum í dreifbýli sveitarfélagsins þar sem ekki er kostur á að tengjast dreifikerfi hitaveitu. Langtímamarkmið verkefnisins er jöfnun og bæting búsetuskilyrða í dreifbýli í Húnaþingi vestra, lækkun orkukostnaðar og bætt nýting orku. Byggðarráð fagnar styrkveitingunni.
-
Byggðarráð - 1240
Byggðarráð samþykkir að leigja Þórunni Guðfinnu Sveinsdóttur íbúðina að Garðavegi 18, neðri hæð til 12 mánaða frá 1. apríl 2025.
-
Byggðarráð - 1240
Byggðarráð samþykkir framlengingu leigusamnings vegna Garðavegar 20, neðri hæð um 6 mánuði.
-
Byggðarráð - 1240
Sveitarstjóra er falið að svara fyrirspurninni í samræmi við minnisblað sviðsstjóra.
-
Byggðarráð - 1240
Byggðarráð þakkar umsjónaraðilum tjaldsvæðisins á Borðeyri fyrir greinargóðar upplýsingar. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningi við þá vegna sumarsins 2025.
-
Byggðarráð - 1240
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.
-
Byggðarráð - 1240
Byggðarráð samþykkir framlagðan ársreikning Húnasjóðs.
-
Byggðarráð - 1240
Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
-
Byggðarráð - 1240
Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
-
Byggðarráð - 1240
-
Byggðarráð - 1240