Byggðarráð - 1241

Málsnúmer 2503004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 390. fundur - 10.04.2025

Fundargerð 1241. fundar byggðarráðs frá 31. mars sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Aðrir dagskrárliðir og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1241 Byggðarráð samþykkir samstarf um úttekt á vatnsveitu með tilliti til aðgengis að slökkvivatni við bruna. Sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs og slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra er falið að vinna úttektina.
  • Byggðarráð - 1241 Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hafnar beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar.
  • Byggðarráð - 1241 Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri, verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.
  • Byggðarráð - 1241 Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri, verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.
  • Byggðarráð - 1241 Tengiliður Húnaþings vestra verður Þorgils Magnússon, sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs.
  • Byggðarráð - 1241 Tvö tilboð bárust. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Hvammstak ehf. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1241 Byggðarráð samþykkir að tillögurnar verði settar í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins og haldið verði opið hús í Félagsheimilinu Hvammstanga þar sem íbúar geta kynnt sér tillögurnar.
  • Byggðarráð - 1241 Byggðarráð Húnaþings vestra styður mótun heildrænnar borgarstefnu fyrir Ísland. Ráðið telur mikilvægt að í slíkri stefnu sé skýrt kveðið á um hlutverk og skyldur höfuðborgar og svæðisborgar gagnvart landsbyggðunum. Í framkomnum drögum vantar að mati ráðsins nokkuð þar upp á og meðal annars nauðsynlegt að rík áhersla sé lögð á hlutverk Reykjavíkurflugvallar og Landspítalans í þjónustu við landsbyggðirnar. Einnig leggur ráðið áherslu á að til viðbótar við samgöngur á lofti er brýnt að samgöngur á landi séu viðunandi svo íbúar landsbyggðanna hafi sem best aðgengi að þjónustu í höfuðborginni. Í því sambandi vill ráðið leggja áherslu á að ráðist verði í byggingu Sundabrautar sem allra fyrst enda sýni greiningar að íbúar Húnaþings vestra sæki sér þjónustu sem ekki er veitt í nærumhverfi að mestu á höfuðborgarsvæðið. Sú framkvæmd myndi auðvelda aðgengi íbúa á vestur- og norðurhluta landsins að þjónustu í Reykjavík til mikilla muna.

    Byggðarráð tekur undir sjónarmið þau sem fram koma í umsögn Skagafjarðar og fleiri sveitarfélaga um að þess verði gætt að borgarstefna leiði ekki til þess að dregið verði úr nauðsynlegri uppbyggingu grunn innviða annarsstaðar á landinu m.a. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmál, löggæslu og opinbera stjórnsýslu. Með öðrum orðum að stefnan leiði til uppbyggingar en ekki til frekari skerðinga á þjónustu á landsbyggðunum en orðið er.

  • Byggðarráð - 1241
  • Byggðarráð - 1241
  • Byggðarráð - 1241
  • Byggðarráð - 1241 Sigríður Ólafsdóttir, formaður landbúnaðarráðs, verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.
Var efnið á síðunni hjálplegt?