Stýrihópur um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag - 5

Málsnúmer 2503012F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 390. fundur - 10.04.2025

Fundargerð 5. fundar stýrihóps um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag frá 3. apríl sl. lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Magnús Vignir Eðvaldsson sveitarstjórnarmaður kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag - 5 Farið var yfir tillögur og athugasemdir úr opnu samráði. Stýrihópurinn þakkar fyrir góðar ábendingar úr samráðinu og hvetur íbúa til að taka meira þátt í því í framtíðinni. Breytingar voru gerðar í samræmi við ábendingar úr samráðinu og vísar hópurinn stefnunni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að ljúka uppsetningu stefnunnar og útbúa samantekt úr henni.
Var efnið á síðunni hjálplegt?