Byggðarráð - 1246

Málsnúmer 2505008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 392. fundur - 12.06.2025

Fundargerð 1246. fundar byggðarráðs frá 2.júní sl. lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð þakkar Sigurði greinargóða yfirferð. Sigurði er falinn áframhaldandi undirbúningur að rekstri samfélagsmiðstöðvarinnar í samræmi við tímalínu verkefnisins.

  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð fagnar gerð geðheilsustefnu fyrir stofnanir sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir að drögin verði sett í samráð meðal starfsmanna sveitarfélagsins.
  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð samþykkir framlagða loftslagsstefnu og felur sveitarstjóra gerð aðgerðaáætlunar í samræmi við hana. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.
  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð samþykkir að úthluta Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur og Ingibirni Pálmari Gunnarssyni lóðina Lindarveg 6, landnúmer 226130, með þeim skilmálum sem um lóðina gilda skv. deiliskipulagi og reglum um úthlutun lóða í Húnaþingi vestra frá 1. janúar 2023. Bókun fundar Magnús Magnússon vék af fundi kl. 15:15.

    Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Magnús Magnússon kom aftur til fundar kl. 15:17.
  • Byggðarráð - 1246 Lagt fram til kynningar boð á aðalfund Farskólans sem haldinn verður þann 11. júní nk.
  • Byggðarráð - 1246 Lagt fram til kynningar boð á ársfund Brákar íbúðafélags hses. 11. júní nk.
  • Byggðarráð - 1246 Endurtilnefna þarf í stjórn Reykjaeigna. Byggðarráð hefur gegnt hlutverki stjórnar Reykjaeigna. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að svo verði áfram.
  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð Húnaþings vestra fagnar áformum um að undanþága rafveitna (vatnsafls-, jarðvarma- og vindaflsvirkjana) frá fasteignamati verði felld úr gildi. Um er að ræða réttlætismál sem sveitarfélögin hafa barist fyrir um árabil. Ráðið vill jafnframt fagna því að áformað er að gjöldin sem innheimt verða geti dreifst á milli fleiri en eins sveitarfélags og að hluti af þeim tekjum sem við breytinguna myndast muni dreifast til sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Byggðarráð hvetur til þess að ráðist verði í lagabreytinguna eins fljótt og kostur er.
  • Byggðarráð - 1246 Byggðarráð samþykkir Reglur um niðurgreiðslur á garðslætti 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?