Könnunarviðræður milli Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Málsnúmer 2412057

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 391. fundur - 08.05.2025

Lagt fram bréf dags. 6. maí 2025 frá verkefnisstjórn vegna óformlegra viðræðna um hugsanlega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar sem staðið hafa yfir frá því í upphafi árs. Inniheldur bréfið niðurstöðu viðræðna og tillögu verkefnisstjórnar til sveitarstjórnar.
Leggur verkefnisstjórnin til við sveitarstjórnir sveitarfélaganna tveggja að gengið verði til formlegra viðræðna um sameiningu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn Húnaþings samþykkir fyrir sitt leyti að hefja formlegar sameiningarviðræður við sveitarstjórn Dalabyggðar skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sveitarstjórn skipar eftirtalda tvo aðalfulltrúa og tvo til vara í samstarfsnefnd sem skal kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna:

Magnús Magnússon, aðalmaður.
Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður.
Sigríður Ólafsdóttir, varamaður.
Þorleifur Karl Eggertsson, varamaður.

Sveitarstjórn beinir því til samstarfsnefndar að stefnt verði að kosningu um sameiningu eigi síðar en í desember 2025. Samstarfsnefnd skal leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila við undirbúning tillögu sem lögð verður fyrir íbúa í atkvæðagreiðslu. Samstarfsnefnd er falið að gera verk- og tímaáætlun fyrir verkefnið og sækja um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að standa straum af kostnaði.

Málinu vísað til seinni umræðu sveitarstjórnar á reglulegum sveitarstjórnarfundi í júní.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 392. fundur - 12.06.2025

Tillaga sveitarstjórnar um að hefja formlegar sameiningarviðræður við sveitarstjórn Dalabyggðar samkvæmt 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 lögð fram til seinni umræðu.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir að hefja formlegar sameiningarviðræður við sveitarstjórn Dalabyggðar samkvæmt 119. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, en fyrri umræða fór fram á 391. fundi sveitarstjórnar. Sveitarstjórn skipar eftirtalda aðal- og varafulltrúa í samstarfsnefnd sem hefur það hlutverk að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

Magnús Magnússon, aðalmaður.
Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður.
Sigríður Ólafsdóttir, varamaður.
Þorleifur Karl Eggertsson, varamaður.

Sveitarstjórn beinir því til nefndarinnar að stefnt verði að kosningu um sameiningu eigi síðar en í desember 2025. Samstarfsnefndin skal leita eftir sjónarmiðum og hugmyndum íbúa, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila við undirbúning tillögu sem lögð verður fyrir íbúa í atkvæðagreiðslu. Samstarfsnefndinni er falið að gera verk- og tímaáætlun fyrir verkefnið og sækja um framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að standa straum af kostnaði vinnunnar.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?