Félagsmálaráð

262. fundur 28. maí 2025 kl. 10:00 - 11:30 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gerður Rósa Sigurðardóttir formaður
  • Júlíus Guðni Antonsson aðalmaður
  • Kolfinna Rún Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson
Dagskrá
Sólveig Hulda Benjamínsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar átti ekki kost á að mæta.

1.Úthlutun íbúðar á Hvammstangabraut 41

Málsnúmer 2505054Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð úthlutar Weliam Ghanem íbúð að Hvammstangabraut 41 í samræmi við úthlutunarreglur.
Kolfinna Rún Gunnarsdóttir mætti kl. 10:28

2.Samfélagsviðurkenningar

Málsnúmer 2505012Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að auglýsa eftir tillögum til samfélagsviðurkenninga.

3.Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks

Málsnúmer 2410037Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð samþykkir orðalagsbreytingar á reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks í samræmi við ábendingar frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðamála.

4.Umgengnisreglur í leiguhúsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 2505055Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að umgengnisreglum um leiguhúsnæði sveitarfélagsins.

5.Fagráð - málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2505058Vakta málsnúmer

36. fundargerð fagráðs um málefni fatlaðs fólks lögð fram til kynningar.

6.Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2025

Málsnúmer 2501036Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni fjölskyldysviðs frá síðasta fundi.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?