Samfélagsviðurkenningar

Málsnúmer 2505012

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 262. fundur - 28.05.2025

Kolfinna Rún Gunnarsdóttir mætti kl. 10:28
Félagsmálaráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að auglýsa eftir tillögum til samfélagsviðurkenninga.

Félagsmálaráð - 263. fundur - 20.08.2025

Félagsmálaráð fór yfir tilnefningar til samfélagsviðurkenninga og ákveðið var að veita þrjár viðurkenningar. Félagsmálaráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að gera drög að reglum um samfélagsviðurkenningar.

Félagsmálaráð - 264. fundur - 24.09.2025

Félagsmálaráð veitti Kathrin Schmitt samfélagsviðurkenningu fyrir starf sitt í þágu barna og unglinga, Ólöfu Sigurbjartsdóttur og Elínu Kristínu Guðmundsdóttur fyrir starf þeirra við upprætingu kerfils og Sigurði Líndal Þórissyni fyrir starf sitt í þágu menningarmála.

Félagsmálaráð - 265. fundur - 26.11.2025

Félagsmálaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og kynna sérstaklega fyrir sveitarstjórn og/eða byggðarráði. Félagsmálaráð mun fjalla aftur um málið á næsta fundi.
Var efnið á síðunni hjálplegt?