Byggðarráð

1267. fundur 19. janúar 2026 kl. 16:03 - 16:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá
Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, kom til fundar kl. 14:01.

1.Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings

Málsnúmer 2507031Vakta málsnúmer

Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, kom til fundar við byggðarráð og fór yfir leiðbeiningar félags- og húsnæðismálaráðuneytis um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings og minnisblað um endurskoðun reglna sveitarfélagsins í samræmi við leiðbeiningar ráðuneytisins.
Byggðarráð þakkar greinargóða kynningu og felur Sigurði að vinna málið áfram með félagsmálaráði.

2.Samfélagsviðurkenningar

Málsnúmer 2505012Vakta málsnúmer

Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, kom til fundar við byggðarráð og fór yfir tillögur félagsmálaráðs um breytingar á framkvæmd samfélagsviðurkenningar og reglna um veitingu viðurkenninganna.
Byggðarráð þakkar greinargóða kynningu. Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillögurnar og felur Sigurði að vinna málið áfram með félagsmálaráði.
Sigurður Þór vék af fundi kl. 14:25.

3.Störf undanþegin verkfallsheimild 2026

Málsnúmer 2511084Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir störf hjá Húnaþingi vestra sem undanþegin eru verkfallsheimild.
Engar athugasemdir bárust frá viðkomandi stéttarfélögum. Byggðarráð samþykkir framlagðan lista og felur sveitarstjóra að senda listann til birtingar í Stjórnartíðindum.

4.Styrkbeiðni - Börn með ME

Málsnúmer 2601019Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá ME félagi Íslands vegna gerðar fræðsluefnis.
Ekki er hægt að verða við styrkbeiðninni. Byggðarráð beinir því til félagsins að allar styrkbeiðnir þurfa að berast í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.

5.Úthlutun leiguíbúðar að Garðavegi 20, n.h.

Málsnúmer 2601020Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að leigja Ingimari Ingimarssyni íbúðina að Garðavegi 20, neðri hæð, tímabundið frá 19. janúar 2026 til 31. desember 2026.

6.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2601044Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2026.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„04 - Fræðslu og uppeldismál
Tekjur



kr. -687.897
Laun og launatengd gjöld
kr. 4.333.740
Annar rekstrarkostnaður

kr. -705.000
47 - Hitaveita
Laun og launatengd gjöld
kr. -2.940.843

Mismunur


kr. 0

Viðauki þessi er lagður fram í kjölfar beiðnar um aukið stöðugildi við Leikskólann Ásgarð, sjá málsnúmer 2512020. Í framhaldinu var sveitarstjóra falið að skoða hagræðingu á öðrum stöðum fjárhagsáætlunar ársins og er viðauki þessi byggður á þeirri vinnu. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum. Málaflokkayfirlit var lagt fram samhliða framlagningu viðaukans.

7.Beiðni um aukningu stöðugilda við leikskólann Ásgarð 2025

Málsnúmer 2512020Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 1265. fundar byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir beiðni um aukið starfshlutfall við Leikskólann Ásgarð í samræmi við viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2026 sem samþykktur var í 6. dagskrárlið.

8.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2025-2026

Málsnúmer 2512068Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir Helgu Rakelar Arnardóttur framkvæmdastjóra Stígvélsins ehf. við sérreglur Húnaþings vestra vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2025-2026.
Lúta athugasemdirnar að lágmarki þess kvóta sem úthlutað er að frádregnum kvóta vegna rækjubrests á innanverðum Húnaflóa. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja nýjar tillögur fyrir byggðarráð. Innviðaráðuneytið hefur veitt frest til að skila sérreglum til 12. febrúar 2026.

9.Niðurfellingar vega af vegaskrá 2025

Málsnúmer 2601016Vakta málsnúmer

Lagðar fram tilkynningar frá Vegagerðinni um niðurfellingu Borðeyrarskólavegar og Laugarbakkaskólavegar af vegaskrá.

10.Skýrsla tjaldsvæðis á Borðeyri sumar 2025

Málsnúmer 2601032Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla rekstraraðila tjaldsvæðisins á Borðeyri fyrir sumarið 2025.
Byggðarráð þakkar greinargóðar upplýsingar.

11.Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra - Umsóknir 2025

Málsnúmer 2510032Vakta málsnúmer

Sótt var um styrk til verkefnisins Ljóðaleið. Var verkefnið styrkt um kr. 800.000. Um er að ræða uppsetningu skilta með ljóðum eftir Eyrúnu Ingadóttur og myndskreytingum eftir Auði Þórhallsdóttur við göngustíg frá Strandgötu upp í Kirkjuhvamm.
Byggðarráð fagnar styrkveitingunni.

12.Skýrsla um framtíðarstefnu hafna

Málsnúmer 2601039Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um framtíðarstefnu hafna.

13.Ályktun hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3.

Málsnúmer 2601042Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun stofnfundar Hagsmunasamtaka landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 3.
Byggðarráð hefur lýst áhyggjum sínum vegna vals á línuleið Holtavörðuheiðarlínu 3. Í öllu ferli valkostagreiningar lagði sveitarfélagið áherslu á að heiðaleið yrði valin frekar en byggðaleið. Sveitarstjóra er falið að óska eftir fundi með stjórn og forstjóra Landsnets.

14.Héraðsþing USVH 2025 - Fundargerð

Málsnúmer 2601015Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 84. héraðsþings USVH sem fram fór þann 8. apríl síðastliðinn.
Í fundargerðinni eru bókanir sem snúa að stuðningi Húnaþings vestra við íþróttastarf. Byggðarráð bendir forsvarsmönnum USVH að allar styrkbeiðnir umfram þann stuðning sem þegar er veittur samkvæmt samningi þar um þurfa að berast í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar ár hvert.

15.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2026

Málsnúmer 2601028Vakta málsnúmer

Fundargerð 134. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 2502006Vakta málsnúmer

Fundargerðir 476., 477., og 478. funda stjórnar Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?