Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2025-2026

Málsnúmer 2512068

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1266. fundur - 05.01.2026

Lögð fram tilkynning um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2025-2026 ásamt drögum að sérreglum Húnaþings vestra.
Samkvæmt tilkynningu innviðaráðuneytis er Húnaþingi vestra úthlutað 100 tonnum af byggðakvóta fiskveiðiárið 2025/2026 í stað 130 tonnum fiskveiðiárið 2024/2025. Í tilkynningunni er sveitarfélaginu gefinn frestur til 19. janúar til að gera tillögur að sérreglum um úthlutun kvótans.
Ákvæði reglugerðar nr. 1335/2025 gilda um úthlutun byggðakvóta Húnaþings vestra með eftirfarandi viðauka/breytingum:
I.1.málsl. 1.mgr. 4.gr. reglugerðarinnar: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1.gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum og ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3.gr., eftir því sem við á þannig að:
a. 50% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 818/2024 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 819/2024, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025. Við skiptingu þessa 50% byggðakvóta Húnaþings vestra, til framangreindra skipa, skal miða við meðaltal landaðs botnfiskafla í þorskígildum talið, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2024/2025.
b. 50% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 1334/2024, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2025/2026. Skiptingunni verður háttað með þeim hætti að hvert fiskiskip sem uppfyllir framangreind ákvæði hlýtur að lágmarki 40 tonn og eftirstöðvum úthlutað miðað við meðaltal landaðs botnfiskafla, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2024/2025.
c. Skip eiga rétt til úthlutunar úr báðum pottum samkvæmt a- og b-lið, að uppfylltum skilyrðum.
Rökstuðningur: Af þeim bátum sem gera út frá Hvammstanga er aðeins hluti þeirra sem varð fyrir áhrifum aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa. Fyrir þá báta sem ekki hljóta kvóta vegna rækjubrests er mjög erfitt að safna upp löndunarreynslu og því er lagt til að sá hluti byggðakvótans sem b. liður nær yfir verði að lágmarki veitt 40 tonnum á hvern bát og því sem eftir stendur úthlutað út frá löndunarreynslu.
II. 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2025 til 31. ágúst 2026.
Rökstuðningur: Í byggðarlaginu er engin fiskvinnsla.


Sveitarstjórn - 399. fundur - 08.01.2026

Sérreglur Húnaþings vestra vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2025/2026 lagðar fram til staðfestingar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Ákvæði reglugerðar nr. 1335/2025 gilda um úthlutun byggðakvóta Húnaþings vestra með
eftirfarandi viðauka/breytingum:
I.1.málsl. 1.mgr. 4.gr. reglugerðarinnar: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut
byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra
fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1.gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum og ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3.gr., eftir því sem við á þannig að:
a. 50% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 818/2024 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 819/2024, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025. Við skiptingu þessa 50% byggðakvóta Húnaþings vestra, til framangreindra skipa, skal miða við meðaltal landaðs botnfiskafla í þorskígildum talið, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2024/2025.
b. 50% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 1334/2024, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2025/2026. Skiptingunni verður háttað með þeim hætti að hvert fiskiskip sem uppfyllir framangreind ákvæði hlýtur að lágmarki 40 tonn og eftirstöðvum úthlutað miðað við meðaltal landaðs botnfiskafla, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2024/2025.
c. Skip eiga rétt til úthlutunar úr báðum pottum samkvæmt a- og b-lið, að uppfylltum skilyrðum.
Rökstuðningur: Af þeim bátum sem gera út frá Hvammstanga er aðeins hluti þeirra sem varð fyrir áhrifum aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa. Fyrir þá báta sem ekki hljóta kvóta vegna rækjubrests er mjög erfitt að safna upp löndunarreynslu og því er lagt til að sá hluti byggðakvótans sem b.liður nær yfir verði að lágmarki veitt 40 tonnum á hvern bát og því sem eftir stendur úthlutað út frá löndunarreynslu.
II. 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2025 til 31. ágúst 2026.
Rökstuðningur: Í byggðarlaginu er engin fiskvinnsla.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?