Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2601044

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1267. fundur - 19.01.2026

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2026.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„04 - Fræðslu og uppeldismál
Tekjur



kr. -687.897
Laun og launatengd gjöld
kr. 4.333.740
Annar rekstrarkostnaður

kr. -705.000
47 - Hitaveita
Laun og launatengd gjöld
kr. -2.940.843

Mismunur


kr. 0

Viðauki þessi er lagður fram í kjölfar beiðnar um aukið stöðugildi við Leikskólann Ásgarð, sjá málsnúmer 2512020. Í framhaldinu var sveitarstjóra falið að skoða hagræðingu á öðrum stöðum fjárhagsáætlunar ársins og er viðauki þessi byggður á þeirri vinnu. Breytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum. Málaflokkayfirlit var lagt fram samhliða framlagningu viðaukans.
Var efnið á síðunni hjálplegt?