Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings

Málsnúmer 2507031

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 263. fundur - 20.08.2025

Sigurður mætti til fundar kl. 10:30
Félagsmálaráð félur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kostnaðarmeta hugsanlegar breytingar á reglum um húsnæðisstuðning vegna nýrra leiðbeininga frá félags- og húsnæðismálaráðuneyti.

Félagsmálaráð - 265. fundur - 26.11.2025

Félagsmálaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og kynna sérstaklega fyrir byggðarráði og/eða sveitarstjórn áhrif leiðbeininganna.

Byggðarráð - 1267. fundur - 19.01.2026

Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, kom til fundar kl. 14:01.
Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, kom til fundar við byggðarráð og fór yfir leiðbeiningar félags- og húsnæðismálaráðuneytis um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings og minnisblað um endurskoðun reglna sveitarfélagsins í samræmi við leiðbeiningar ráðuneytisins.
Byggðarráð þakkar greinargóða kynningu og felur Sigurði að vinna málið áfram með félagsmálaráði.
Var efnið á síðunni hjálplegt?