Félagsmálaráð

265. fundur 26. nóvember 2025 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gerður Rósa Sigurðardóttir formaður
  • Kolfinna Rún Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson embættismaður
  • Henrike Wappler
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson
Dagskrá

1.Úthlutun íbúðar 303, Norðurbraut 13

Málsnúmer 2508038Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri upplýsti um að einstaklingi var boðin íbúð 303 þar sem selja á félagslega íbúð þar sem viðkomandi bjó. Þar af leiðand verður íbúð 303 ekki úthlutað.

2.Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings

Málsnúmer 2507031Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og kynna sérstaklega fyrir byggðarráði og/eða sveitarstjórn áhrif leiðbeininganna.

3.Gjaldskrá fyrir félagsþjónustu

Málsnúmer 2503047Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð samþykkir gjaldskrá félagsþjónustu 2026 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Samfélagsviðurkenningar

Málsnúmer 2505012Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og kynna sérstaklega fyrir sveitarstjórn og/eða byggðarráði. Félagsmálaráð mun fjalla aftur um málið á næsta fundi.

5.Gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks

Málsnúmer 2503037Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð samþykkir gjaldskrá fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2025

Málsnúmer 2501036Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi.
Einnig samþykkt að næsti fundur verði miðvikudaginn 7. janúar 2026.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?