Umgengnisreglur í leiguhúsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 2505055

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 262. fundur - 28.05.2025

Farið yfir drög að umgengnisreglum um leiguhúsnæði sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn - 392. fundur - 12.06.2025

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir að vísa Umgengnisreglum í leiguhúsnæði sveitarfélagsins í opið samráð. Fjölskyldusviði er jafnframt falið að vekja sérstaka athygli íbúa leiguhúsnæðis sveitarfélagsins á opna samráðinu. Að loknu opnu samráði fara reglurnar aftur til umfjöllunar sveitarstjórnar.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Byggðarráð - 1251. fundur - 28.07.2025

Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs kom til fundar við byggðarráð og fór yfir drög að umgengisreglum í leiguíbúðum Húnaþings vestra að afloknu umsagnarferli.
Tvær umsagnir bárust sem gáfu ekki tilefni til breytinga. Byggðarráð þakkar sviðsstjóra greinargóða yfirferð og samþykkir framlagðar umgengnisreglur.
Sigurður Þór Ágústsson vék af fundi kl. 14:48.
Var efnið á síðunni hjálplegt?