Byggðarráð

1251. fundur 28. júlí 2025 kl. 14:00 - 15:29 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Dagskrá
Sigurður Þór Ágústsson kom til fundar kl. 14.02. Unnur Valborg Hilmarsdóttir vék af fundi kl. 14.02 og tók Sigurður Þór við ritun fundargerðar.

1.Tillögur um starfsemi samfélagsmiðstöðvar

Málsnúmer 2503061Vakta málsnúmer

Sigurður Þór Ágústsson kom til fundar við byggðarráð og fór yfir framvindu við þróun starfsemi samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór m.a. yfir fyrirhugaðar breytingar á störfum íþrótta- og tómstundafulltrúa og tengslafulltrúa. Byggðarráð þakkar sviðsstjóra fyrir greinargóða yfirferð og samþykkir tillögur um samkomulag um breytingar á þeim störfum.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir kom til fundar að nýju kl. 14:40 og tók við ritun fundargerðar.

2.Umgengnisreglur í leiguhúsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 2505055Vakta málsnúmer

Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs kom til fundar við byggðarráð og fór yfir drög að umgengisreglum í leiguíbúðum Húnaþings vestra að afloknu umsagnarferli.
Tvær umsagnir bárust sem gáfu ekki tilefni til breytinga. Byggðarráð þakkar sviðsstjóra greinargóða yfirferð og samþykkir framlagðar umgengnisreglur.
Sigurður Þór Ágústsson vék af fundi kl. 14:48.

3.Ráðning leikskólastjóra 2025

Málsnúmer 2507034Vakta málsnúmer

Starf leikskólastjóra var auglýst laust til umsóknar með umsóknarfrest til 24. júní sl. Alls bárust 2 umsóknir. Að ráðningunni var unnið með ráðgjafa Intellecta ehf.

Umsækjendur um starfið voru:
Guðný Kristín Guðnadóttir.
Sabah Mahmod Mostafa

Byggðarráð hefur kynnt sér öll gögn er ráðninguna varða, umsóknir, mat umsókna, niðurstöðu viðtala og meðmæli. Samþykkir ráðið fyrirliggjandi matskvarða og mat á umsækjendum. Byggðarráð samþykkir í samræmi við framangreint að ráða Guðnýju Kristínu Guðnadóttur í starf leikskólastjóra Leikskólans Ásgarðs frá og með 1. ágúst nk.

Byggðarráð óskar Guðnýju velfarnaðar í starfi og þakkar um leið fráfarandi leikskólastjóra, Kristni Arnari Benjamínssyni fyrir vel unnin störf í þágu leikskólans.

4.Úthlutun Húnasjóðs 2025

Málsnúmer 2507002Vakta málsnúmer

Umsóknir um styrki úr Húnasjóði árið 2025 lagðar fram.
Úthlutun úr Húnasjóði árið 2025 var auglýst 30. júní sl. með umsóknarfresti til 13. júlí. Alls bárust þrjár umsóknir. Ein umsókn uppfyllti ekki skilyrði til úthlutunar.
Byggðarráð samþykkir að veita eftirfarandi umsækjendum styrk að upphæð kr. 100 þúsund:
Margréti Eik Guðjónsdóttur, vegna grunnnáms í leikskólakennarafræðum til BEd gráðu.
Ómari Eyjólfssyni, vegna grunnnáms í viðskiptafræðum til BS gráðu.

5.Styrkbeiðni - rekstrarstyrkur

Málsnúmer 2507052Vakta málsnúmer

Styrkbeiðni frá almannaheillafélaginu Lítil Þúfa fta. um rekstrarstyrk fyrir áfangaheimili fyrir konur í bata frá vímuefnanotkun.
Byggðarráð samþykkir að vísa styrkbeiðninni til fjárhagsáætlunargerðar.

6.Eldur í Húnaþingi 2025

Málsnúmer 2507055Vakta málsnúmer

Þakkir til skipuleggjenda.
Hátíðin Eldur í Húnaþingi var haldin dagana 21.-27. júlí sl. Byggðarráð færir skipuleggjendum hátíðarinnar og öllum þeim sem að framkvæmdinni komu, bestu þakkir fyrir vel unnin störf og vel heppnaða hátíð. Skipulag og framkvæmd öll var til fyrirmyndar og sveitarfélaginu til sóma.

7.Erindi Samgöngufélagsins til Vegagerðarinnar

Málsnúmer 2507024Vakta málsnúmer

Erindi Samgöngufélagsins til Vegagerðarinnar lagt fram til kynningar.

8.Ársreikningar 2022, 2023 og 2024

Málsnúmer 2507035Vakta málsnúmer

Ársreikningar Selaseturs Íslands fyrir árin 2022, 2023 og 2024 lagðir fram til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2025

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Fundargerð 125. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:29.

Var efnið á síðunni hjálplegt?