Ráðning leikskólastjóra 2025

Málsnúmer 2507034

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1251. fundur - 28.07.2025

Starf leikskólastjóra var auglýst laust til umsóknar með umsóknarfrest til 24. júní sl. Alls bárust 2 umsóknir. Að ráðningunni var unnið með ráðgjafa Intellecta ehf.

Umsækjendur um starfið voru:
Guðný Kristín Guðnadóttir.
Sabah Mahmod Mostafa

Byggðarráð hefur kynnt sér öll gögn er ráðninguna varða, umsóknir, mat umsókna, niðurstöðu viðtala og meðmæli. Samþykkir ráðið fyrirliggjandi matskvarða og mat á umsækjendum. Byggðarráð samþykkir í samræmi við framangreint að ráða Guðnýju Kristínu Guðnadóttur í starf leikskólastjóra Leikskólans Ásgarðs frá og með 1. ágúst nk.

Byggðarráð óskar Guðnýju velfarnaðar í starfi og þakkar um leið fráfarandi leikskólastjóra, Kristni Arnari Benjamínssyni fyrir vel unnin störf í þágu leikskólans.
Var efnið á síðunni hjálplegt?