Tillögur um starfsemi samfélagsmiðstöðvar

Málsnúmer 2503061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1241. fundur - 31.03.2025

Lagðar fram tillögur að starfsemi samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Byggðarráð samþykkir að tillögurnar verði settar í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins og haldið verði opið hús í Félagsheimilinu Hvammstanga þar sem íbúar geta kynnt sér tillögurnar.

Byggðarráð - 1246. fundur - 02.06.2025

Sigurður Þór mætti til fundar við byggðarráð kl. 14:01.
Sigurður Þór Ágússton sviðsstjóri fjölskyldusviðs kemur til fundar við byggðarráð og fer yfir tillögur um starfsemi samfélagsmiðstöðvar að samráði loknu og næstu skref verkefnisins.
Byggðarráð þakkar Sigurði greinargóða yfirferð. Sigurði er falinn áframhaldandi undirbúningur að rekstri samfélagsmiðstöðvarinnar í samræmi við tímalínu verkefnisins.

Sigurður Þór vék af fundi kl. 15:11.

Byggðarráð - 1251. fundur - 28.07.2025

Sigurður Þór Ágústsson kom til fundar kl. 14.02. Unnur Valborg Hilmarsdóttir vék af fundi kl. 14.02 og tók Sigurður Þór við ritun fundargerðar.
Sigurður Þór Ágústsson kom til fundar við byggðarráð og fór yfir framvindu við þróun starfsemi samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór m.a. yfir fyrirhugaðar breytingar á störfum íþrótta- og tómstundafulltrúa og tengslafulltrúa. Byggðarráð þakkar sviðsstjóra fyrir greinargóða yfirferð og samþykkir tillögur um samkomulag um breytingar á þeim störfum.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir kom til fundar að nýju kl. 14:40 og tók við ritun fundargerðar.

Fræðsluráð - 254. fundur - 28.08.2025

Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um breytingar á störfum vegna samfélagsmiðstöðvar lagt fram. Starfsemi er hafin að hluta og ferkari starfsemi mun hefjast í september.
Var efnið á síðunni hjálplegt?