Fræðsluráð

254. fundur 28. ágúst 2025 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður
  • Guðmundur Ísfeld aðalmaður
  • Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ingi Hjörtur Bjarnason
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson
Dagskrá
Halldór Sigfússon boðaði forföll og ekki náðist í varamann.

1.Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra vegna íþróttamiðstöðvar

2.Skýrsla um aðalskoðun leiksvæða.

Málsnúmer 2507045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

3.Tillögur um starfsemi samfélagsmiðstöðvar

Málsnúmer 2503061Vakta málsnúmer

Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um breytingar á störfum vegna samfélagsmiðstöðvar lagt fram. Starfsemi er hafin að hluta og ferkari starfsemi mun hefjast í september.

4.Rekstrarúttekt leikskóla og grunnskóla

Málsnúmer 2411036Vakta málsnúmer

Fræðsluráð samþykkir tillögur sviðsstjóra fjölskyldusviðs um verklag við gerð mönnunarlíkans fyrir grunnskóla og leikskóla í samræmi við rekstrarúttekt Ásgarðs skólaþjónustu. Verklagið byggi á eftirfarandi þáttum:
1. Grunnmönnun - ákveðin viðmið um kennslustundafjölda og stöðugildafjölda út frá fjölda barna.
2. Sérkennsla og stuðningsúrræði eru aðskilin frá grunnmönnun og byggð á samræmdu mati á þörfum barna sem tekur mið af: a) heilsu og hegðun, b) daglegum athöfnum, c) skólastarfi og námi, d) öryggi og e) félagslegri virkni.

Með verklaginu skal tryggja ábyrga fjárhagsáætlunargerð, að grunnmönnun sé stöðug og fyrirsjáanleg, að viðbótarmönnun byggi á gagnreyndu, samræmdu mati á stuðningsþörf barna og að ábyrgð og eftirfylgni sé skýr hjá fagteymi, skólastjórnendum og fræðsluráði. Við gerð verklagsins skal hafa samráð við starfsfólk og stjórnendur leik- og grunnskóla og upplýsa fræðsluráð um framvindu vinnunar.

5.Samstarf leikskóla og grunnskóla

Málsnúmer 2508054Vakta málsnúmer

Drög að uppfærðu verklagi um samstarf leikskóla og grunnskóla lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð vísar drögunum til umfjöllunar hjá starfsfólki grunnskóla og leikskóla.

6.Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2025

Málsnúmer 2501036Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni sviðsins frá síðasta fundi.
Næsti fundur fræðsluráðs verður miðvikudaginn 8. október kl. 15:15.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?