Rekstrarúttekt leikskóla og grunnskóla

Málsnúmer 2411036

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 252. fundur - 27.02.2025

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórssonn mætti til fundar kl. 15:00
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kynnti helstu niðurstöður úttektar á stöðugildum og starfsemi leik- og grunnskóla Húnaþings vestra. Fræðsluráð þakkar Gunnþóri fyrir góða kynningu og mun vinna áfram með tillögur sem koma fram í skýrslunni.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi kl. 16:00

Fræðsluráð - 254. fundur - 28.08.2025

Fræðsluráð samþykkir tillögur sviðsstjóra fjölskyldusviðs um verklag við gerð mönnunarlíkans fyrir grunnskóla og leikskóla í samræmi við rekstrarúttekt Ásgarðs skólaþjónustu. Verklagið byggi á eftirfarandi þáttum:
1. Grunnmönnun - ákveðin viðmið um kennslustundafjölda og stöðugildafjölda út frá fjölda barna.
2. Sérkennsla og stuðningsúrræði eru aðskilin frá grunnmönnun og byggð á samræmdu mati á þörfum barna sem tekur mið af: a) heilsu og hegðun, b) daglegum athöfnum, c) skólastarfi og námi, d) öryggi og e) félagslegri virkni.

Með verklaginu skal tryggja ábyrga fjárhagsáætlunargerð, að grunnmönnun sé stöðug og fyrirsjáanleg, að viðbótarmönnun byggi á gagnreyndu, samræmdu mati á stuðningsþörf barna og að ábyrgð og eftirfylgni sé skýr hjá fagteymi, skólastjórnendum og fræðsluráði. Við gerð verklagsins skal hafa samráð við starfsfólk og stjórnendur leik- og grunnskóla og upplýsa fræðsluráð um framvindu vinnunar.

Fræðsluráð - 257. fundur - 27.11.2025

Áður á dagskrá 252. fundi fræðsluráðs.
Farið yfir forsendur grunnmönnunarlíkana fyrir leikskóla og grunnskóla samkvæmt úttekt Ásgarðs skólaþjónustu.
Var efnið á síðunni hjálplegt?