Fræðsluráð

257. fundur 27. nóvember 2025 kl. 15:30 - 17:37 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir aðalmaður
  • Halldór Sigfússon aðalmaður
  • Guðmundur Ísfeld aðalmaður
  • Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson
Dagskrá
Eydís Bára Jóhannsdóttir mætti til fundar kl. 15.30

1.Niðurstöður kannanna í Grunnskóla Húnaþings vestra 2025

Málsnúmer 2503058Vakta málsnúmer

Skólastjóri grunnskóla fór yfir helstu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins frá því í febrúar 2025. Fræðsluráð þakkar fyrir greinargóða yfirferð.
Eydís Bára Jóhannsdóttir vék af fundi kl. 15.50

2.Reglur um leikskólaþjónustu

Málsnúmer 2502066Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 256. fundi fræðsluráðs.
Rætt um ýmis atriði í drögum að reglum um leikskóla. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

3.Rekstrarúttekt leikskóla og grunnskóla

Málsnúmer 2411036Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 252. fundi fræðsluráðs.
Farið yfir forsendur grunnmönnunarlíkana fyrir leikskóla og grunnskóla samkvæmt úttekt Ásgarðs skólaþjónustu.

4.Nemendagrunnur

Málsnúmer 2511055Vakta málsnúmer

Tillögur frá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu um samræmdar dagsetningar á Íslandi í Nemendagrunni, sem er miðlægur gagnagrunnur sem heldur utan um skráningar og námsmat barna á skólaskyldualdri í grunnskóla.
Fræðsluráð samþykkir tillögur að samræmdum dagsetningum er varða nemendagrunn.

5.Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2025

Málsnúmer 2501036Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs.
Samþykkt að næsti fundur fræðsluráðs verði fimmtudaginn 18. desember 2025 kl. 15:00.

Fundi slitið - kl. 17:37.

Var efnið á síðunni hjálplegt?