Fræðsluráð

258. fundur 18. desember 2025 kl. 15:00 - 16:16 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir aðalmaður
  • Halldór Sigfússon aðalmaður
  • Guðmundur Ísfeld aðalmaður
  • Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson
Dagskrá

1.Foreldrakönnun tónlistarskóla 2025

Málsnúmer 2512022Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður foreldrakönnunar sem lögð var fyrir í nóvember 2025.
Foreldrakönnun Tónlistarskóla Húnaþings vestra sýnir að mjög almenn ánægja ríkir með starfsemi skólans og líðan nemenda. Skólastjóra tónlistarskóla er falið að vinna úr þeim ábendingum sem komu fram í könnuninni.

2.Handbók stoðþjónustu

Málsnúmer 2512042Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að handbók stoðþjónustu sem tilgreinir skráningu á grunnfærni nemenda í leik- og grunnskóla í Húnaþingi vestra í kjölfar úttektar Ásgarðs skólaþjónustu. Fræðsluráð fagnar gerð handbókarinnar og óskar eftir að fá hana til yfirferðar og samþykktar þegar hún verður fullgerð.

3.Matsferill

Málsnúmer 2510057Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá 256. fundi fræðsluráðs.
Skólastjórnendur Grunnskóla Húnaþings vestra taka undir tillögu fræðsluráðs um að Matsferill verði lagður fyrir í 4. - 10. bekk. Fræðsluráð samþykkir að Matsferill verði hluti af námsmati þessara bekkja.

4.Rekstrarúttekt leikskóla og grunnskóla

Málsnúmer 2411036Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að samráðsferli um mönnunarlíkan fyrir grunnskóla og leikskóla í samræmi við tillögur sem komu fram í úttekt Ásgarðs skólaþjónustu. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að vinna málið áfram.

5.Fræðslustjóri að láni

Málsnúmer 2310069Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri að láni er verkefni sem unnið er í samvinnu sveitarfélaga í Húnavatnssýslum og Farskóla Norðurlands vestra. Verkefnið er styrkt af stéttarfélögum.
Lögð fram fyrstu drög að fræðsluáætlun fyrir vorönn 2026.

6.Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2025

Málsnúmer 2501036Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni sviðsins í desember 2025.
Bætt á dagskrá:

7.Farsældarteymi - 43

Málsnúmer 2512009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
  • Farsældarteymi - 43 Staða innleiðingar á farsæld barna.

    Sólveig Rósa og Berglind fóru yfir stöðu sveitarfélagsins út frá matslistum BOFS. Staða sveitarfélagsins í innleiðingu farsældar barna er til fyrirmyndar.

Fundi slitið - kl. 16:16.

Var efnið á síðunni hjálplegt?