Byggðarráð

1244. fundur 12. maí 2025 kl. 14:00 - 15:04 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Þorleifur Karl Eggertsson
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá

1.Umhirðusamningur vegna knattspyrnuvallar í Kirkjuhvammi 2025-2026

Málsnúmer 2504055Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umhirðusamningi milli Húnaþings vestra og Ungmennafélagsins Kormáks vegna umhirðu íþróttasvæðis í Kirkjuhvammi.
Í umhirðusamningnum er kveðið á um skyldur Ungmennafélagsins Kormáks vegna umhirðu Kirkjuhvammsvallar. Samningurinn gildir til loka árs 2026.

Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.

2.Meðmæli vegna jarðarkaupa

Málsnúmer 2505009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Baldri Heimissyni með ósk um meðmæli sveitarstjónar vegna fyrirhugaðra kaupa á ábýlisjörð hans að Saurbæ í Húnaþingi vestra.
Byggðarráð samþykkir að mæla með því að Baldur Heimisson fái að kaupa jörðina og staðfestir að hann hafi stundað búskap á jörðinni, byggt þar upp myndarlegt sauðfjárbú og átt þar lögheimili síðan 1999.

3.Lífsgæðakjarni

Málsnúmer 2410027Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða starfshóps Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra um uppbyggingu Lífsgæðakjarna á Miðtúnsreit á Hvammstanga.
Leggur hópurinn til að „Miðtúnsreiturinn“ verði deiliskipulagður og verði teikning nr. 1 sem unnin var af Boga Magnusen Kristinssyni skipulags- og byggingafulltrúa, lögð til grundvallar í þeirri vinnu. Teikningin gerir ráð fyrir 15 íbúðum á reitnum, mismunandi stórum og leggur starfshópurinn til að þær verði ætlaðar fyrir íbúa 50 ára og eldri.

Byggðarráð þakkar starfshópnum vel unnin störf. Um er að ræða áhugaverðar hugmyndir sem myndu án efa verða ákjósanlegur búsetukostur. Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar skipulags- og umhverfisráðs.

4.Lagning jarðstrengs

Málsnúmer 2505024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá RARIK vegna lagningar jarðstrengs að Skárastöðum með ósk um leyfi til að leggja lágspennustreng yfir brú yfir Austurá.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við áformin.

5.Ársreikningur Jarðasjóðs 2024

Málsnúmer 2504056Vakta málsnúmer

Ársreikningur Jarðasjóðs fyrir árið 2024 lagður fram til kynningar.

6.Samningur um styrk - Fab Lab smiðjur á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 2504053Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur milli Húnaþings vestra og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um stuðning við rekstur FabLabs á Hvammstanga úr Sóknaráætlun Norðurland vestra. Hljóðar styrkurinn upp á 2 milljónir. Byggðarráð fagnar styrkveitingunni.

7.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Fundargerðir 977. og 978. funda Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 2502006Vakta málsnúmer

Fundargerð 472. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 2025

Málsnúmer 2505014Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 17. mars 2025 lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2025

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Fundargerð 123. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:04.

Var efnið á síðunni hjálplegt?