Umhirðusamningur vegna knattspyrnuvallar í Kirkjuhvammi 2025-2026

Málsnúmer 2504055

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1244. fundur - 12.05.2025

Lögð fram drög að umhirðusamningi milli Húnaþings vestra og Ungmennafélagsins Kormáks vegna umhirðu íþróttasvæðis í Kirkjuhvammi.
Í umhirðusamningnum er kveðið á um skyldur Ungmennafélagsins Kormáks vegna umhirðu Kirkjuhvammsvallar. Samningurinn gildir til loka árs 2026.

Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.
Var efnið á síðunni hjálplegt?