Lífsgæðakjarni

Málsnúmer 2410027

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 10. fundur - 29.10.2024

Formaður kynnti nefnd um lífsgæðakjarna sem hefur það hlutverk að skoða möguleika á bygginga- og þjónustusvæði fyrir neðan Nestún.

Öldungaráð - 11. fundur - 25.03.2025

Bogi Magnusen Kristinsson mætti til fundar kl. 10:00
Byggingar- og skipulagsfulltrúi kynnti hugmyndir að lífsgæðakjarna. Öldungaráð fagnar hugmyndavinnu um lífsgæðakjarna neðan við Nestún og styður tillögur að skipulagi.
Bogi vék af fundi kl. 10:37

Byggðarráð - 1244. fundur - 12.05.2025

Lögð fram niðurstaða starfshóps Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra um uppbyggingu Lífsgæðakjarna á Miðtúnsreit á Hvammstanga.
Leggur hópurinn til að „Miðtúnsreiturinn“ verði deiliskipulagður og verði teikning nr. 1 sem unnin var af Boga Magnusen Kristinssyni skipulags- og byggingafulltrúa, lögð til grundvallar í þeirri vinnu. Teikningin gerir ráð fyrir 15 íbúðum á reitnum, mismunandi stórum og leggur starfshópurinn til að þær verði ætlaðar fyrir íbúa 50 ára og eldri.

Byggðarráð þakkar starfshópnum vel unnin störf. Um er að ræða áhugaverðar hugmyndir sem myndu án efa verða ákjósanlegur búsetukostur. Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar skipulags- og umhverfisráðs.

Skipulags- og umhverfisráð - 376. fundur - 05.06.2025

Félag eldri borgara í Húnaþing vestra leggja hér fram drög að deiliskipulagstillögu fyrir nýjan lífgæðakjarna við Miðtún og Nestún. Verkefnið miðar að því að skapa fjölbreytt og aðgengilegt búsetuúrræði fyrir íbúa 50 ára og eldri með áherslu á lífsgæði, nálægð við náttúru og samfélagslega þátttöku.

Fyrirhugað er að reisa blönduð íbúðarhúsnæði í formi einbýlis-, tvíbýlis- og raðhúsa sem öll taka mið af aðgengi fyrir alla, óháð færni. Sérstaklega er hugað að hönnun sem tryggir útsýni til sjávar frá hverri einingu, sem er talin mikilvæg fyrir vellíðan og tengsl íbúa við umhverfi sitt. Svæðið verður skipulagt með áherslu á göngustíga, græn svæði og samverusvæði, þar sem heildræn nálgun að búsetu og samfélagi er í fyrirrúmi.

Við vonum að tillagan fái jákvæða umfjöllun og hlökkum til frekara samtals um útfærslu þessa mikilvæga framtak.
Skipulags- og umhverfisráð fagnar tillögu Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra um deiliskipulag nýs lífsgæðakjarna við Miðtún og Nestún. Ráðið lýsir yfir jákvæðni sinni gagnvart verkefninu, sem miðar að því að skapa fjölbreytt og aðgengilegt búsetuúrræði fyrir einstaklinga 50 ára og eldri, með áherslu á aukin lífsgæði, nálægð við náttúru og samfélagslega þátttöku.
Ráðið leggur til tvær tillögur að nafngift á nýja hverfinu, sem skilgreint er sem lífsgæðakjarni.
Lindartún: Nafnið vísar til „lindar“, sem ber með sér merkingu um kyrrð, lífsuppsprettu og náttúrulegan frið. Nafnið fellur vel að örnefnum í næsta nágrenni, s.s. Nestún og Miðtún, og styrkir þannig samfellu og tengingu við staðarandann.
Friðnes: Nafn sem sameinar hugtakið „frið“ við örnefnið „Framnes“ og endurspeglar tilgang svæðisins sem rólegt og mannvænt búsetuumhverfi.
Ráðið telur verkefnið mikilvægt framlag til fjölbreyttari búsetukosta í sveitarfélaginu og leggur því til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir umrædtt svæði.

Skipulags- og umhverfisráð - 379. fundur - 09.09.2025

Tillaga um „Lífsgæðakjarna“, sem felur í sér búsetuúrræði ætlað íbúum 50 ára og eldri. Markmið tillögunnar er að skapa fjölbreytt og aðgengilegt úrræði þar sem lögð er sérstök áhersla á lífsgæði, nálægð við náttúru og möguleika á virku samfélagslífi.

Tillagan var kynnt á fundi ráðsins þann 5. júní 2025.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna að deiliskipulagstillögu við Nestún sem kallað er „Lífsgæðakjarni“ sem hefur það markmið að skapa fjölbreytt og aðgengilegt búsetuúrræði fyrir íbúa 50 ára og eldri.
Verkefnið er hugsað sem heildstæð lausn þar sem lögð er áhersla á lífsgæði, nálægð við náttúru og virka samfélagslega þátttöku.
Með það að leiðarljósi að móta framtíðarúrræði sem samrýmist stefnu sveitarfélagsins um fjölbreytt búsetuskilyrði og bætt lífsgæði eldri íbúa.
Var efnið á síðunni hjálplegt?