Skipulags- og umhverfisráð

379. fundur 09. september 2025 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ingimar Sigurðsson formaður
  • Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Guðný Helga Björnsdóttir
  • Fríða Marý Halldórsdóttir aðalmaður
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður
  • Guðmundur Brynjar Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnussen skipulags- og byggingafulltrúi
  • Linda Sóley Guðmundsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Linda Sóley Guðmundsdóttir
Dagskrá

1.Lýsing á aðalskipulagi Húnaþings vestra-2014-2026-Sindrastaðir

Málsnúmer 2501067Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 12. júní 2025 að auglýsa lýsingu á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í landi Sindrastaða 3 (L223272) í Víðidal.

Breytingin felst í því að skilgreint er nýtt verslunar- og þjónustusvæði vegna áforma landeigenda sem hefur annarsvegar hugmyndir uppi um að byggja á landi sínu hótel með 60-120 herbergjum og hinsvegar 20-30 orlofshús til útleigu.

Skipulagslýsing hefur verið auglýst skv. skipulagögum nr. 123/2010

Umsagnir stofnana sem bárust á auglýstum tíma.

Skipulagsstofnun bendir á að tilgreina þurfi nánar fjölda gistirýma og byggingarmagn, meta áhrif á votlendi og náttúruvernd, auk þess að skoða hvort framkvæmdin sé tilkynningarskyld samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Vegagerðin gerir kröfu um að allar tengingar við Sindrastaðaveg séu háðar samþykki Vegagerðarinnar og að metin verði burðargeta vegarins og möguleg lagfæring vegna aukinnar umferðar.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra krefst þess að skilgreint verði vatnsverndarsvæði og fráveitulausnir, auk varna gegn mengun vatns og grunnvatns.
Náttúrufræðistofnun leggur ríka áherslu á vernd votlendis og fuglalífs og varar við því að setja fordæmi fyrir umfangsmikla uppbyggingu á lítt röskuðu votlendi með hátt verndargildi.
Míla gerir engar athugsemdir.

Athugasemdir aðliggjandi landeigenda.

Landeigendur Litla-Bóls óska eftir að fyrirhuguð uppbygging og vegstæði verði í a.m.k. 300 metra fjarlægð frá landamerkjum vegna áhyggja af aukinni umferð, hávaða og ónæði.
Landeigendur Lækjarmóta hafna fyrirliggjandi afmörkun skipulagssvæðisins og benda á að ekki hafi verið haft nægilegt samráð við aðliggjandi landeigendur áður en breytingin var auglýst.


Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að allar umsagnir stofnana og athugasemdir verði teknar til skoðunar og að viðeigandi breytingar verði gerðar á skipulagstillögunni í samræmi við ábendingar þeirra.
Tekið verði tillit til athugasemda aðliggjandi jarðareigenda áður en tillaga að aðalskipulagi verður auglýst.
Tillagan verði unnin með hliðsjón af niðurstöðum umhverfismats, og tekið verði sérstakt tillit til votlendis, náttúruverndar og annarra umhverfisþátta.

2.Deiliskipulagstillaga-Víðihlíð

Málsnúmer 2506014Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði við þjóðveg 1, austan við félagsheimilið í Víðihlíð. Markmið deiliskipulagsins er að skapa ramma um nýja ferðaþjónustuuppbyggingu á svæðinu. Fyrirhugað er að reisa 15 kúluhús á afmörkuðu svæði, sem nýtt verða til gistingar. Auk þess er gert ráð fyrir uppsetningu heitra potta og aðstöðu fyrir þjónustu við gesti, s.s. móttöku, salernisaðstöðu og bílastæði.

Tillagan hefur verið auglýst sbr. skipulagslögum nr, 123/ 2010 er

Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst skv. skipulagslögum nr 123/2010.

Umsagnir sem bárust á auglýstum tíma
RARIK
- Vekur athygli á háspennu- og lágspennustrengjum innan svæðisins.
- Byggingar skulu ekki staðsettar þar sem strengir liggja í jörðu.
- Samráð við RARIK nauðsynlegt áður en framkvæmdir hefjast.
Veðurstofa Íslands
- Gerir ekki athugasemdir.
Minjastofnun
- Gerir ekki athugasemdir.
Vegagerðin
- Bendir á að aðstæður við þjóðveg 1 séu ábótavant m.t.t. öryggissvæða og fjarlægða bygginga.
- Nauðsynlegt að skoða fjölda og staðsetningu tenginga við Hringveg, tryggja umferðaröryggi og meta möguleg áhrif á umferð.
- Framkvæmdir innan veghelgunarsvæðis háðar leyfi Vegagerðarinnar.
- Leggur til að unnið verði samgöngumat ef gert er ráð fyrir verulegri aukningu á umferð.
Náttúrufræðistofnun Íslands
- Gerir ekki athugasemdir en bendir á að samkvæmt vistgerðakorti geti verið votlendi syðst á svæðinu.
- Mælir með að votlendi verði hlíft ef það reynist vera til staðar.


Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að taka umsagnirnar til greina.
- Gætt að öryggismálum og skilyrðum Vegagerðarinnar um fjarlægðir frá þjóðvegi og tengingar. Framkvæmdir eru utan helgunarsvæðis Vegagerðarinnar og einungis verða um 15 herbergi á svæðinu þar sem nýting á herbergjum hefur verið 47-49% á ársgrundvelli síðustu 3 ár samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Því er um að ræða 7-8 bíla á sólarhring sem nýta núverandi innkeyrslu að lóðinni.
- Tryggt samráð við RARIK vegna legu strengja.
- Tekið tillit til ábendinga Náttúrufræðistofnunar varðandi mögulegt votlendi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja auglýsta tillögu á nýju deiliskipulagi fyrir svæði við félagsheimilið Víðihlíð. Um er að ræða skilgreiningu svæðis sem verslunar- og þjónustusvæðis þar sem gert er ráð fyrir byggingu 15 kúluhúsa til gistingar ásamt bílastæðum. Teknar verða til greina umsagnir sem við á og að unnið verði í samráði við viðeigandi stofnanir.

3.Deiliskipulag austan Norðurbrautar

Málsnúmer 2508064Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulag þar sem lagt er til að gerður verði nýr göngustígur milli Lindarvegar og Kirkjuvegar.

Með breytingunni er ætlunin að styrkja göngustígakerfið og bæta tengingar milli svæðanna frá syðri Hvammsá að Kirkjuhvammsvegi.

Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi í sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirhuguð breyting verður því grenndarkynnt fyrir eigendum og íbúum aðliggjandi lóða sem eru Lindarvegur 6, 8, 10, 12 og Kirkjuvegur 2, 4, 6 og 8

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu á tillögunni.

4.Lífsgæðakjarni

Málsnúmer 2410027Vakta málsnúmer

Tillaga um „Lífsgæðakjarna“, sem felur í sér búsetuúrræði ætlað íbúum 50 ára og eldri. Markmið tillögunnar er að skapa fjölbreytt og aðgengilegt úrræði þar sem lögð er sérstök áhersla á lífsgæði, nálægð við náttúru og möguleika á virku samfélagslífi.

Tillagan var kynnt á fundi ráðsins þann 5. júní 2025.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna að deiliskipulagstillögu við Nestún sem kallað er „Lífsgæðakjarni“ sem hefur það markmið að skapa fjölbreytt og aðgengilegt búsetuúrræði fyrir íbúa 50 ára og eldri.
Verkefnið er hugsað sem heildstæð lausn þar sem lögð er áhersla á lífsgæði, nálægð við náttúru og virka samfélagslega þátttöku.
Með það að leiðarljósi að móta framtíðarúrræði sem samrýmist stefnu sveitarfélagsins um fjölbreytt búsetuskilyrði og bætt lífsgæði eldri íbúa.

5.Staðsetning tjaldsvæðis á Borðeyri

Málsnúmer 2508029Vakta málsnúmer

Erindi frá íbúa á Borðeyri um staðsetningu tjaldsvæðisins. Í erindinu er bent á að svæðið sé í nágrenni við íbúðarhús, að það valdi ónæði og að það sé ekki skráð í gildandi deiliskipulag. Lagt er til að skoðað verði að færa svæðið norðar eða finna því nýja staðsetningu í samræmi við skipulag.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar innsendan póst. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir Borðeyri, með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem heimilt er að gera breytingar á deiliskipulagi þegar þörf er á. Núverandi deiliskipulag er orðið gamalt og sýnir misræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.

Við endurskoðunina verði lögð sérstök áhersla á að tryggja verndarsvæði í byggð og að ímynd gamalla húsa verði leiðandi þáttur í framtíðarskipulagi Borðeyrar. Með því er leitast við að varðveita sérstöðu og yfirbragð staðarins, þar sem mikil saga og menningararfur býr í húsum og götum þorpsins. Endurskoðunin skapar jafnframt tækifæri til að styrkja sjálfsmynd Borðeyrar sem sögulegs þéttbýlis með sterka ímynd, sem nýtur virðingar bæði meðal íbúa og gesta.

6.Kirkjuvegur - merkjalýsing lóða

Málsnúmer 2411003Vakta málsnúmer

Lagt er fyrir merkjalýsing þar sem er skilgreind nákvæmlega og mörk lóða við Kirkjuhveg 2, 4, 6 og 8 í Húnaþingi vestra. Lýsingin er unnin á grundvelli gildandi skipulagsáætlana, mælinga og skráðra heimilda, í samræmi við ákvæði laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna og reglugerða settum samkvæmt þeim.

Merkjalýsing hefur verið kynnt lóðarhöfum og voru engar athugasemdir gerðar við hana.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða merkjalýsingu fyrir lóðir að Kirkjuhvegi 2, 4, 6 og 8.
Lýsingin er unnin á grundvelli gildandi skipulagsáætlana, mælinga og skráðra heimilda, í samræmi við ákvæði laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna og reglugerða settra samkvæmt þeim.
Merkjalýsing hefur verið kynnt lóðarhöfum og voru engar athugasemdir gerðar við hana.


7.Holtavörðuheiðarlína 3

Málsnúmer 2306054Vakta málsnúmer

Álit um umhverfismat framkvæmdar og framlagning og kynning umhverfismatsskýrslu



Þann 27. september 2024 lagði Landsnet fram umhverfismatsskýrslu um Holtavörðuheiðarlínu 3 til kynningar og athugunar Skipulagsstofnunar sbr. 23. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Skipulagsstofnun leitaði forsætisráðuneytisins, umsagnar Húnaþings vestra, Hafrannsóknastofnunar, Húnabyggðar, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, Fiskistofu, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar, Umhverfis- og orkustofnunar, Lands og Skóga, Náttúruverndarstofnunar og Vegagerðarinnar.



Umhverfismatsskýrslan var kynnt með auglýsingu í Morgunblaðinu 6. janúar 2025 og í Bændablaðinu 9. janúar 2025. Einnig var hún aðgengileg á Skipulagsgátt. Kynningartími var frá 3. janúar 2025 til 17. febrúar 2025. Kynningarfundir voru haldnir 15. janúar í Krúttinu Blönduósi, 16. janúar á Hótel Laugabakka og 21. janúar á Hótel Nordica.

Málið framlagt og kynntar niðurstöður Skipulagsstofnunar.

8.Miðfjarðará - varnargarður

Málsnúmer 2509025Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð fékk spurnir af á því að félagar í Veiðifélagi Miðfjarðarár hefðu ráðist í aðgerðir til að sporna við hugsanlegri innkomu eldislaxa á veiðisvæðin. Lagt hafi verið um 200 metra langt varnarmannvirki þvert yfir ána.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að umrædd framkvæmd Veiðifélags Miðfjarðarár er framkvæmdaleyfisskyld.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?