Deiliskipulagstillaga-Víðihlíð

Málsnúmer 2506014

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 376. fundur - 05.06.2025

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði við þjóðveg 1, austan við félagsheimilið í Víðihlíð. Markmið deiliskipulagsins er að skapa ramma um nýja ferðaþjónustuuppbyggingu á svæðinu. Fyrirhugað er að reisa 15 kúluhús á afmörkuðu svæði, sem nýtt verða til gistingar. Auk þess er gert ráð fyrir uppsetningu heitra potta og aðstöðu fyrir þjónustu við gesti, s.s. móttöku, salernisaðstöðu og bílastæði. Tillagan er lögð fram í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um að stuðla að fjölbreyttri og sjálfbærri uppbyggingu ferðaþjónustu.
Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra samþykkir framlagða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið við Víðhlíð. Deiliskipulagstillagan er unnin samhliða óverulegri breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026. Auglýsing deiliskipulagstillögunnar fer fram í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð - 379. fundur - 09.09.2025

Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði við þjóðveg 1, austan við félagsheimilið í Víðihlíð. Markmið deiliskipulagsins er að skapa ramma um nýja ferðaþjónustuuppbyggingu á svæðinu. Fyrirhugað er að reisa 15 kúluhús á afmörkuðu svæði, sem nýtt verða til gistingar. Auk þess er gert ráð fyrir uppsetningu heitra potta og aðstöðu fyrir þjónustu við gesti, s.s. móttöku, salernisaðstöðu og bílastæði.

Tillagan hefur verið auglýst sbr. skipulagslögum nr, 123/ 2010 er

Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst skv. skipulagslögum nr 123/2010.

Umsagnir sem bárust á auglýstum tíma
RARIK
- Vekur athygli á háspennu- og lágspennustrengjum innan svæðisins.
- Byggingar skulu ekki staðsettar þar sem strengir liggja í jörðu.
- Samráð við RARIK nauðsynlegt áður en framkvæmdir hefjast.
Veðurstofa Íslands
- Gerir ekki athugasemdir.
Minjastofnun
- Gerir ekki athugasemdir.
Vegagerðin
- Bendir á að aðstæður við þjóðveg 1 séu ábótavant m.t.t. öryggissvæða og fjarlægða bygginga.
- Nauðsynlegt að skoða fjölda og staðsetningu tenginga við Hringveg, tryggja umferðaröryggi og meta möguleg áhrif á umferð.
- Framkvæmdir innan veghelgunarsvæðis háðar leyfi Vegagerðarinnar.
- Leggur til að unnið verði samgöngumat ef gert er ráð fyrir verulegri aukningu á umferð.
Náttúrufræðistofnun Íslands
- Gerir ekki athugasemdir en bendir á að samkvæmt vistgerðakorti geti verið votlendi syðst á svæðinu.
- Mælir með að votlendi verði hlíft ef það reynist vera til staðar.


Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að taka umsagnirnar til greina.
- Gætt að öryggismálum og skilyrðum Vegagerðarinnar um fjarlægðir frá þjóðvegi og tengingar. Framkvæmdir eru utan helgunarsvæðis Vegagerðarinnar og einungis verða um 15 herbergi á svæðinu þar sem nýting á herbergjum hefur verið 47-49% á ársgrundvelli síðustu 3 ár samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Því er um að ræða 7-8 bíla á sólarhring sem nýta núverandi innkeyrslu að lóðinni.
- Tryggt samráð við RARIK vegna legu strengja.
- Tekið tillit til ábendinga Náttúrufræðistofnunar varðandi mögulegt votlendi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja auglýsta tillögu á nýju deiliskipulagi fyrir svæði við félagsheimilið Víðihlíð. Um er að ræða skilgreiningu svæðis sem verslunar- og þjónustusvæðis þar sem gert er ráð fyrir byggingu 15 kúluhúsa til gistingar ásamt bílastæðum. Teknar verða til greina umsagnir sem við á og að unnið verði í samráði við viðeigandi stofnanir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?