Skipulags- og umhverfisráð

376. fundur 05. júní 2025 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ingimar Sigurðsson formaður
  • Fríða Marý Halldórsdóttir aðalmaður
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður
  • Guðmundur Brynjar Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnussen skipulags- og byggingafulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá
BSG boðaði forföll.

1.Breyting á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026-Sindrastaðir

Málsnúmer 2501067Vakta málsnúmer

Tilefni og tilgangur breytingar á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 er að gera ráð fyrir nýju verslunar- og þjónustusvæði á tilteknu svæði í austanverðri hlíð jarðar á Sindrastöðum. Breytingin er unnin vegna áforma landeigenda um að reisa annars vegar hótel með 60-120 herbergjum og hins vegar 20-30 orlofshús til útleigu á um 70 ha svæði. Svæðið er staðsett í aflíðandi og sólríkri hlíð sem snýr til suðurs og vesturs og er að hluta til gróið, en þar eru einnig melar og gróin svæði á milli þeirra.

Um er að ræða land með góðu útsýni og nálægð við núverandi vegtengingu að Sindrastöðum, sem gerir svæðið aðgengilegt og hentugt til uppbyggingar ferðaþjónustu. Með breytingunni verður svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu, dags. 02.05.2025, vegna breytinga á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 í landi Sindrastaða, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Breyting á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026-Víðihlíð

Málsnúmer 2506015Vakta málsnúmer

Hér með er óskað eftir breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026. Fyrirhugað er að endurskilgreina landnotkun á tilteknu svæði meðfram þjóðvegi 1, í nágrenni félagsheimilisins Víðihlíðar, þannig að svæðið verði skilgreint sem svæði fyrir ferðaþjónustu. Um er að ræða 23.585 m² landsvæði.

Markmið breytingarinnar er að skapa skilyrði fyrir fjölbreytta starfsemi tengda ferðaþjónustu, svo sem gistingu, afþreyingu og þjónustu við ferðamenn. Liggur svæðið vel við þjóðveginum og býður þannig upp á góðan aðgang og sýnileika, sem er mikilvæg forsenda fyrir uppbyggingu á þessu sviði.

Óskað er eftir að breytingin verði tekin til umfjöllunar í skipulagsferli sveitarfélagsins og að gerð verði sú breyting á aðalskipulagi sem þarf til að svæðið verði formlega skilgreint sem ferðaþjónustusvæði.
Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra fjallaði um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 við Víðihlíð. Ráðið telur að um sé að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi í skilningi 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur ekki í sér veruleg áhrif á landnotkun, umhverfi, samfélag eða hagsmuni annarra og er í samræmi við meginmarkmið og stefnu aðalskipulagsins. Ráðið fer fram á að gengið verði frá samningum við alla eigendur lóðarinnar áður en að skipulagið verði auglýst.

3.Deiliskipulagstillaga-Víðihlíð

Málsnúmer 2506014Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði við þjóðveg 1, austan við félagsheimilið í Víðihlíð. Markmið deiliskipulagsins er að skapa ramma um nýja ferðaþjónustuuppbyggingu á svæðinu. Fyrirhugað er að reisa 15 kúluhús á afmörkuðu svæði, sem nýtt verða til gistingar. Auk þess er gert ráð fyrir uppsetningu heitra potta og aðstöðu fyrir þjónustu við gesti, s.s. móttöku, salernisaðstöðu og bílastæði. Tillagan er lögð fram í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um að stuðla að fjölbreyttri og sjálfbærri uppbyggingu ferðaþjónustu.
Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra samþykkir framlagða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið við Víðhlíð. Deiliskipulagstillagan er unnin samhliða óverulegri breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026. Auglýsing deiliskipulagstillögunnar fer fram í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulagstillaga fyrir lífgæðakjarna við Nestún og Miðtún.

Málsnúmer 2410027Vakta málsnúmer

Félag eldri borgara í Húnaþing vestra leggja hér fram drög að deiliskipulagstillögu fyrir nýjan lífgæðakjarna við Miðtún og Nestún. Verkefnið miðar að því að skapa fjölbreytt og aðgengilegt búsetuúrræði fyrir íbúa 50 ára og eldri með áherslu á lífsgæði, nálægð við náttúru og samfélagslega þátttöku.

Fyrirhugað er að reisa blönduð íbúðarhúsnæði í formi einbýlis-, tvíbýlis- og raðhúsa sem öll taka mið af aðgengi fyrir alla, óháð færni. Sérstaklega er hugað að hönnun sem tryggir útsýni til sjávar frá hverri einingu, sem er talin mikilvæg fyrir vellíðan og tengsl íbúa við umhverfi sitt. Svæðið verður skipulagt með áherslu á göngustíga, græn svæði og samverusvæði, þar sem heildræn nálgun að búsetu og samfélagi er í fyrirrúmi.

Við vonum að tillagan fái jákvæða umfjöllun og hlökkum til frekara samtals um útfærslu þessa mikilvæga framtak.
Skipulags- og umhverfisráð fagnar tillögu Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra um deiliskipulag nýs lífsgæðakjarna við Miðtún og Nestún. Ráðið lýsir yfir jákvæðni sinni gagnvart verkefninu, sem miðar að því að skapa fjölbreytt og aðgengilegt búsetuúrræði fyrir einstaklinga 50 ára og eldri, með áherslu á aukin lífsgæði, nálægð við náttúru og samfélagslega þátttöku.
Ráðið leggur til tvær tillögur að nafngift á nýja hverfinu, sem skilgreint er sem lífsgæðakjarni.
Lindartún: Nafnið vísar til „lindar“, sem ber með sér merkingu um kyrrð, lífsuppsprettu og náttúrulegan frið. Nafnið fellur vel að örnefnum í næsta nágrenni, s.s. Nestún og Miðtún, og styrkir þannig samfellu og tengingu við staðarandann.
Friðnes: Nafn sem sameinar hugtakið „frið“ við örnefnið „Framnes“ og endurspeglar tilgang svæðisins sem rólegt og mannvænt búsetuumhverfi.
Ráðið telur verkefnið mikilvægt framlag til fjölbreyttari búsetukosta í sveitarfélaginu og leggur því til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir umrædtt svæði.

5.Húnabraut 1 - endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2505051Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir lóðina að Húnabraut 1. Núverandi leigusamningur rennur út innan skamms og nauðsynlegt er að taka afstöðu til áframhaldandi ráðstöfunar lóðarinnar. Tvær tillögur liggja fyrir með mismunandi útfærslur er varðar hugsanlega breytingu á stærð lóðarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð tók fyrir breytingu á skipulagi lóðarinnar að Húnabraut 1. Um er að ræða breytingu sem er í samræmi við fyrirhugað deiliskipulag svæðisins. Ráðið fór yfir eftirfarandi gögn:
Grunnleigusamning dagsettan 29.10.1926,
Lóðaruppdrátt dagsettan 22.05.2025,
Tillögu að afmörkun lóðar dagsetta 01.06.2025.
Ráðið samþykkir afmörkun lóðarinnar að Húnabraut 1 samkvæmt tillögu dagsettri 01.06.2025 og telur hana samræmast fyrirhuguðu framtíðar skipulagi svæðisins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu ráðsins og unnið verði að endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við hnitsettan lóðaruppdrátt.

6.Umsókn um merki milli Bjargs og Ytra-Bjargs.

Málsnúmer 2505057Vakta málsnúmer

Bjargsbúið ehf., Þorvaldur Pálsson og Eggert Pálsson sækja um staðfestingu landamerkjalína á milli jarðanna Bjargs og Ytra-Bjargs, samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Bjarna Þór Einarssyni dagsettum þann 03.05.2025.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja landamerkjalínur á milli Bjargs og Ytra-Bjargs.

7.Fosshóll, umsókn um stofnun lóðar.

Málsnúmer 2506017Vakta málsnúmer

Þorsteinn Baldur Helgason og Ásta Sveinsdóttir, sækja um að stofna 31,900 m² lóð úr landi Fosshóls L144072, samkvæmt merkjalýsingu gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 04.05.2025. Sótt er um að lóðin fái staðfangið Arnarlundur.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og að lóðin fái staðfangið Arnarlundur.

8.Merkjalýsing til kynningar á vinnslustigi.

Málsnúmer 2506018Vakta málsnúmer

Merkjalýsing vegna afmörkunar landamerkja jarðanna Reykja, Reykjatanga og Sæbergs í Hrútafirði er í vinnslu og lögð fram til kynningar hjá Skipulags- og umhverfisráði Húnaþings vestra.



Merkjalýsingin byggir á samstarfi við eigendur aðliggjandi jarða og er unnin með hliðsjón af þinglýstum heimildum. Sérstaklega er stuðst við upprunalega lýsingu á því landi sem haldið var eftir við sölu konungsjarðarinnar um 1914. Í þeirri lýsingu eru tilgreindar ákveðnar lengdir og landamerki sem nú hafa verið yfirfærð á eldri loftmynd frá árinu 1969, til að sýna raunverulega legu landanna á þeim tíma.
Mál lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?