Merkjalýsing til kynningar á vinnslustigi.

Málsnúmer 2506018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 376. fundur - 05.06.2025

Merkjalýsing vegna afmörkunar landamerkja jarðanna Reykja, Reykjatanga og Sæbergs í Hrútafirði er í vinnslu og lögð fram til kynningar hjá Skipulags- og umhverfisráði Húnaþings vestra.



Merkjalýsingin byggir á samstarfi við eigendur aðliggjandi jarða og er unnin með hliðsjón af þinglýstum heimildum. Sérstaklega er stuðst við upprunalega lýsingu á því landi sem haldið var eftir við sölu konungsjarðarinnar um 1914. Í þeirri lýsingu eru tilgreindar ákveðnar lengdir og landamerki sem nú hafa verið yfirfærð á eldri loftmynd frá árinu 1969, til að sýna raunverulega legu landanna á þeim tíma.
Mál lagt fram til kynningar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?