Skipulags- og umhverfisráð

382. fundur 07. janúar 2026 kl. 15:00 - 15:30 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ingimar Sigurðsson formaður
  • Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður
  • Guðmundur Brynjar Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnussen skipulags- og byggingafulltrúi
  • Linda Sóley Guðmundsdóttir Fulltrúi á skipulags- og byggingadeild
Fundargerð ritaði: Linda Sóley Guðmundsdóttir
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi/byggingarheimild

Málsnúmer 2512007Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 223,6 fermetra íbúðarhúsi með bílskúr, við Lindarveg 6.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og telur að um sé að ræða frávik frá skilmálum/byggingarreit áður en afgreiðsla málsins fer fram.

Grenndarkynna skal fyrir eigendum aðliggjandi fasteigna:

Lindarvegur 1a
Lindarvegur 8
Lindarvegur 22

2.Hulduhvammur í Leiti, fyrirspurn um lagningu á reiðveg

Málsnúmer 2512079Vakta málsnúmer

Lögð er fram fyrirspurn vegna legu reiðvegar um land Hulduhvamms í Leiti. Tilefni málsins er misræmi milli samþykktar Skipulags- og umhverfisráðs frá 2006 um lagningu reiðvegar meðfram Vatnsnesvegi, gildandi aðalskipulags Húnaþings vestra 2014-2026.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að skipulagsfulltrúi afli viðeigandi gagna og leggi þau fram á næsta fundi ráðsins vegna fyrirspurnar dags. 18. desember 2025.

3.Merkjalýsing fyrir jarðirnar Reyki-Reykjatanga-Sæbergs

Málsnúmer 2506018Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða merkjalýsingu Reykjatanga í samræmi við meðfylgjandi gögn og felur skipulagsfulltrúa að annast áframhaldandi frágang og senda til viðeigandi skráningar.

4.Búland og Höfðabraut - merkjalýsing

Málsnúmer 2601012Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða merkjalýsingu Búlands og Höfðabrautar í samræmi við meðfylgjandi gögn og felur skipulagsfulltrúa að annast áframhaldandi frágang og senda til viðeigandi skráningar.

5.Kirkjuhvammur, vatnstankur - merkjalýsing

Málsnúmer 2601011Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða merkjalýsingu fyrir Kirkjuhvammur-vatnstankur í samræmi við meðfylgjandi gögn og felur skipulagsfulltrúa að annast áframhaldandi frágang og senda til viðeigandi skráningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?