Húnabraut 1 - lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2505051

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1245. fundur - 26.05.2025

Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisráðs.

Skipulags- og umhverfisráð - 376. fundur - 05.06.2025

Til umfjöllunar er endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir lóðina að Húnabraut 1. Núverandi leigusamningur rennur út innan skamms og nauðsynlegt er að taka afstöðu til áframhaldandi ráðstöfunar lóðarinnar. Tvær tillögur liggja fyrir með mismunandi útfærslur er varðar hugsanlega breytingu á stærð lóðarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð tók fyrir breytingu á skipulagi lóðarinnar að Húnabraut 1. Um er að ræða breytingu sem er í samræmi við fyrirhugað deiliskipulag svæðisins. Ráðið fór yfir eftirfarandi gögn:
Grunnleigusamning dagsettan 29.10.1926,
Lóðaruppdrátt dagsettan 22.05.2025,
Tillögu að afmörkun lóðar dagsetta 01.06.2025.
Ráðið samþykkir afmörkun lóðarinnar að Húnabraut 1 samkvæmt tillögu dagsettri 01.06.2025 og telur hana samræmast fyrirhuguðu framtíðar skipulagi svæðisins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu ráðsins og unnið verði að endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við hnitsettan lóðaruppdrátt.
Var efnið á síðunni hjálplegt?