Byggðarráð

1245. fundur 26. maí 2025 kl. 14:00 - 14:57 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
  • Magnús Magnússon formaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigríður Ólafsdóttir
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá

1.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun ársins 2025

Málsnúmer 2505038Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um viðbótarverkefni árið 2025 vegna góðrar afkomu 2024, ásamt viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Lögð er til eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2025.

Eignasjóður
„Endurgerð listaverksins Þróunar við Félagsheimilið Hvammstanga


kr. 6.200.000
Sturtuhús tjaldsvæðinu Borðeyri






kr. 1.750.000
Endurbætur Leikskólinn Ásgarður






kr. 6.000.000
Leiktæki á tjaldsvæðinu á Laugarbakka





kr. 1.500.000

Rekstur
05 Menningarmál
Verslunarminjasafn, endurbygging fyrstu vegasjoppu landsins


kr. 1.200.000
06 Æskulýðs- og íþróttamál
Fótboltamörk








kr. 650.000
10 Umferðar- og samgöngumál
Heiðagirðingar








kr. 750.000
13 Atvinnumál



Styrkvegir








kr. 750.000
21 Sameiginlegur kostnaður
Ófyrirséð








kr. -3.350.000

Hækkun eignfærðrar fjárfestingar að fjárhæð kr. 15.450.000 er mætt með lækkun handbærs fjár.

Viðaukinn er lagður fram í framhaldi af bókun sveitarstjórnar á 391. fundi hennar, en í kjölfar góðrar afkomu sveitarsjóðs og undirfyrirtækja árið 2024 er gerð tillaga að viðbótarverkefnum með það að markmiði að íbúar njóti ávinnings af góðri afkomu sveitarsjóðs.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

2.Húnabraut 1 - lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2505051Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisráðs.

3.Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu) - mál til umsagnar - Atvinnuveganefnd Alþingis

Málsnúmer 2505037Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar mál frá Atvinnuveganefnd Alþingis varðandi umsögn við frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða, 298. mál.
Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

4.Áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 2505036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Innviðaráðuneytinu varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, mál nr. S-88/2025 í samráðsgátt stjórnvalda.
Byggðarráð fagnar áformum um nauðsynlegar breytingar á sveitarstjórnarlögum enda brýnt að þau fylgi framþróun sveitarstjórnarstigsins. Boðaðar breytingar ná til mikilvægra þátta en nauðsynlegt er að nánari útfærslur liggi fyrir sem fyrst. Byggðarráð áskilur sér rétt til frekari umsagnar þegar nánari útfærslur liggja fyrir.

5.Ársreikningur Verslunarminjasafnsins á Hvammstanga 2024

Málsnúmer 2505035Vakta málsnúmer

Ársreikningur Verslunarminjasafnsins fyrir árið 2024 lagður fram til kynningar.

6.Styrktarsjóður EBÍ 2025 - Úthlutun

Málsnúmer 2505046Vakta málsnúmer

Kynning á úthlutun sem Húnaþing vestra hlaut úr styrktarsjóði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands árið 2025.
Við styrkjaúthlutun Styrktarsjóðs EBÍ 2025 fékk Húnaþing vestra úthlutað kr 625.000 vegna verkefnisins „Velkomin í Húnaþing vestra“.

Byggðarráð fagnar styrkveitingunni.

7.Fundargerð - Aðalfundur landskerfis bókasafna 2025

Málsnúmer 2505040Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar landskerfis bókasafna árið 2025 lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Fundargerð 979. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:57.

Var efnið á síðunni hjálplegt?