Áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 2505036

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1245. fundur - 26.05.2025

Lagt fram erindi frá Innviðaráðuneytinu varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, mál nr. S-88/2025 í samráðsgátt stjórnvalda.
Byggðarráð fagnar áformum um nauðsynlegar breytingar á sveitarstjórnarlögum enda brýnt að þau fylgi framþróun sveitarstjórnarstigsins. Boðaðar breytingar ná til mikilvægra þátta en nauðsynlegt er að nánari útfærslur liggi fyrir sem fyrst. Byggðarráð áskilur sér rétt til frekari umsagnar þegar nánari útfærslur liggja fyrir.

Byggðarráð - 1246. fundur - 02.06.2025

Lagt fram erindi frá Innviðaráðuneytinu varðandi áform um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, mál nr. S-89/2025 í samráðsgátt stjórnvalda.
Byggðarráð Húnaþings vestra fagnar áformum um að undanþága rafveitna (vatnsafls-, jarðvarma- og vindaflsvirkjana) frá fasteignamati verði felld úr gildi. Um er að ræða réttlætismál sem sveitarfélögin hafa barist fyrir um árabil. Ráðið vill jafnframt fagna því að áformað er að gjöldin sem innheimt verða geti dreifst á milli fleiri en eins sveitarfélags og að hluti af þeim tekjum sem við breytinguna myndast muni dreifast til sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Byggðarráð hvetur til þess að ráðist verði í lagabreytinguna eins fljótt og kostur er.
Var efnið á síðunni hjálplegt?