Br-ASK-Sindrastaðir

Málsnúmer 2501067

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 372. fundur - 06.02.2025

Teiknistofan Landslag ehf f.h. landeiganda óskar eftir heimild til að breyta aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026, og hefja vinnu á deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Sindrastaða (Lækjamót II land, L223272).

Hugmyndir landeigenda eru að byggja upp 40-60 herbergja hótel á milli Víðidalsvegar og Víðidalsár og byggja 30-40 orlofshús til útleigu í aflíðandi hlíð austarlega á jörðinni á svæði sem snýr heppilega á móti sól. Vegna þessa er óskað eftir að tvö svæði á jörðinni verði skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila vinnu við breytingar á aðalskipulagi í landi Sindrastaða.

Skipulags- og umhverfisráð - 376. fundur - 05.06.2025

Tilefni og tilgangur breytingar á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 er að gera ráð fyrir nýju verslunar- og þjónustusvæði á tilteknu svæði í austanverðri hlíð jarðar á Sindrastöðum. Breytingin er unnin vegna áforma landeigenda um að reisa annars vegar hótel með 60-120 herbergjum og hins vegar 20-30 orlofshús til útleigu á um 70 ha svæði. Svæðið er staðsett í aflíðandi og sólríkri hlíð sem snýr til suðurs og vesturs og er að hluta til gróið, en þar eru einnig melar og gróin svæði á milli þeirra.

Um er að ræða land með góðu útsýni og nálægð við núverandi vegtengingu að Sindrastöðum, sem gerir svæðið aðgengilegt og hentugt til uppbyggingar ferðaþjónustu. Með breytingunni verður svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu, dags. 02.05.2025, vegna breytinga á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 í landi Sindrastaða, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð - 379. fundur - 09.09.2025

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 12. júní 2025 að auglýsa lýsingu á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í landi Sindrastaða 3 (L223272) í Víðidal.

Breytingin felst í því að skilgreint er nýtt verslunar- og þjónustusvæði vegna áforma landeigenda sem hefur annarsvegar hugmyndir uppi um að byggja á landi sínu hótel með 60-120 herbergjum og hinsvegar 20-30 orlofshús til útleigu.

Skipulagslýsing hefur verið auglýst skv. skipulagögum nr. 123/2010

Umsagnir stofnana sem bárust á auglýstum tíma.

Skipulagsstofnun bendir á að tilgreina þurfi nánar fjölda gistirýma og byggingarmagn, meta áhrif á votlendi og náttúruvernd, auk þess að skoða hvort framkvæmdin sé tilkynningarskyld samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Vegagerðin gerir kröfu um að allar tengingar við Sindrastaðaveg séu háðar samþykki Vegagerðarinnar og að metin verði burðargeta vegarins og möguleg lagfæring vegna aukinnar umferðar.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra krefst þess að skilgreint verði vatnsverndarsvæði og fráveitulausnir, auk varna gegn mengun vatns og grunnvatns.
Náttúrufræðistofnun leggur ríka áherslu á vernd votlendis og fuglalífs og varar við því að setja fordæmi fyrir umfangsmikla uppbyggingu á lítt röskuðu votlendi með hátt verndargildi.
Míla gerir engar athugsemdir.

Athugasemdir aðliggjandi landeigenda.

Landeigendur Litla-Bóls óska eftir að fyrirhuguð uppbygging og vegstæði verði í a.m.k. 300 metra fjarlægð frá landamerkjum vegna áhyggja af aukinni umferð, hávaða og ónæði.
Landeigendur Lækjarmóta hafna fyrirliggjandi afmörkun skipulagssvæðisins og benda á að ekki hafi verið haft nægilegt samráð við aðliggjandi landeigendur áður en breytingin var auglýst.


Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að allar umsagnir stofnana og athugasemdir verði teknar til skoðunar og að viðeigandi breytingar verði gerðar á skipulagstillögunni í samræmi við ábendingar þeirra.
Tekið verði tillit til athugasemda aðliggjandi jarðareigenda áður en tillaga að aðalskipulagi verður auglýst.
Tillagan verði unnin með hliðsjón af niðurstöðum umhverfismats, og tekið verði sérstakt tillit til votlendis, náttúruverndar og annarra umhverfisþátta.
Var efnið á síðunni hjálplegt?