Holtavörðuheiðarlína 3

Málsnúmer 2306054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 379. fundur - 09.09.2025

Álit um umhverfismat framkvæmdar og framlagning og kynning umhverfismatsskýrslu



Þann 27. september 2024 lagði Landsnet fram umhverfismatsskýrslu um Holtavörðuheiðarlínu 3 til kynningar og athugunar Skipulagsstofnunar sbr. 23. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Skipulagsstofnun leitaði forsætisráðuneytisins, umsagnar Húnaþings vestra, Hafrannsóknastofnunar, Húnabyggðar, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, Fiskistofu, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar, Umhverfis- og orkustofnunar, Lands og Skóga, Náttúruverndarstofnunar og Vegagerðarinnar.



Umhverfismatsskýrslan var kynnt með auglýsingu í Morgunblaðinu 6. janúar 2025 og í Bændablaðinu 9. janúar 2025. Einnig var hún aðgengileg á Skipulagsgátt. Kynningartími var frá 3. janúar 2025 til 17. febrúar 2025. Kynningarfundir voru haldnir 15. janúar í Krúttinu Blönduósi, 16. janúar á Hótel Laugabakka og 21. janúar á Hótel Nordica.

Málið framlagt og kynntar niðurstöður Skipulagsstofnunar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?