Deiliskipulag austan Norðurbrautar

Málsnúmer 2508064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 379. fundur - 09.09.2025

Tillaga að breytingu á deiliskipulag þar sem lagt er til að gerður verði nýr göngustígur milli Lindarvegar og Kirkjuvegar.

Með breytingunni er ætlunin að styrkja göngustígakerfið og bæta tengingar milli svæðanna frá syðri Hvammsá að Kirkjuhvammsvegi.

Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi í sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirhuguð breyting verður því grenndarkynnt fyrir eigendum og íbúum aðliggjandi lóða sem eru Lindarvegur 6, 8, 10, 12 og Kirkjuvegur 2, 4, 6 og 8

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu á tillögunni.
Var efnið á síðunni hjálplegt?