Staðsetning tjaldsvæðis á Borðeyri

Málsnúmer 2508029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 379. fundur - 09.09.2025

Erindi frá íbúa á Borðeyri um staðsetningu tjaldsvæðisins. Í erindinu er bent á að svæðið sé í nágrenni við íbúðarhús, að það valdi ónæði og að það sé ekki skráð í gildandi deiliskipulag. Lagt er til að skoðað verði að færa svæðið norðar eða finna því nýja staðsetningu í samræmi við skipulag.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar innsendan póst. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir Borðeyri, með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem heimilt er að gera breytingar á deiliskipulagi þegar þörf er á. Núverandi deiliskipulag er orðið gamalt og sýnir misræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.

Við endurskoðunina verði lögð sérstök áhersla á að tryggja verndarsvæði í byggð og að ímynd gamalla húsa verði leiðandi þáttur í framtíðarskipulagi Borðeyrar. Með því er leitast við að varðveita sérstöðu og yfirbragð staðarins, þar sem mikil saga og menningararfur býr í húsum og götum þorpsins. Endurskoðunin skapar jafnframt tækifæri til að styrkja sjálfsmynd Borðeyrar sem sögulegs þéttbýlis með sterka ímynd, sem nýtur virðingar bæði meðal íbúa og gesta.
Var efnið á síðunni hjálplegt?