Skipulags- og umhverfisráð - 376

Málsnúmer 2505009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 392. fundur - 12.06.2025

Fundargerð 376. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 5. júní sl. lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Ingimar Sigurðsson formaður skipulags- og umhverfisráðs kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu, dags. 02.05.2025, vegna breytinga á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 í landi Sindrastaða, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra fjallaði um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 við Víðihlíð. Ráðið telur að um sé að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi í skilningi 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur ekki í sér veruleg áhrif á landnotkun, umhverfi, samfélag eða hagsmuni annarra og er í samræmi við meginmarkmið og stefnu aðalskipulagsins. Ráðið fer fram á að gengið verði frá samningum við alla eigendur lóðarinnar áður en að skipulagið verði auglýst.

    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra samþykkir framlagða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið við Víðhlíð. Deiliskipulagstillagan er unnin samhliða óverulegri breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026. Auglýsing deiliskipulagstillögunnar fer fram í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð fagnar tillögu Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra um deiliskipulag nýs lífsgæðakjarna við Miðtún og Nestún. Ráðið lýsir yfir jákvæðni sinni gagnvart verkefninu, sem miðar að því að skapa fjölbreytt og aðgengilegt búsetuúrræði fyrir einstaklinga 50 ára og eldri, með áherslu á aukin lífsgæði, nálægð við náttúru og samfélagslega þátttöku.
    Ráðið leggur til tvær tillögur að nafngift á nýja hverfinu, sem skilgreint er sem lífsgæðakjarni.
    Lindartún: Nafnið vísar til „lindar“, sem ber með sér merkingu um kyrrð, lífsuppsprettu og náttúrulegan frið. Nafnið fellur vel að örnefnum í næsta nágrenni, s.s. Nestún og Miðtún, og styrkir þannig samfellu og tengingu við staðarandann.
    Friðnes: Nafn sem sameinar hugtakið „frið“ við örnefnið „Framnes“ og endurspeglar tilgang svæðisins sem rólegt og mannvænt búsetuumhverfi.
    Ráðið telur verkefnið mikilvægt framlag til fjölbreyttari búsetukosta í sveitarfélaginu og leggur því til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir umrædtt svæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð tók fyrir breytingu á skipulagi lóðarinnar að Húnabraut 1. Um er að ræða breytingu sem er í samræmi við fyrirhugað deiliskipulag svæðisins. Ráðið fór yfir eftirfarandi gögn:
    Grunnleigusamning dagsettan 29.10.1926,
    Lóðaruppdrátt dagsettan 22.05.2025,
    Tillögu að afmörkun lóðar dagsetta 01.06.2025.
    Ráðið samþykkir afmörkun lóðarinnar að Húnabraut 1 samkvæmt tillögu dagsettri 01.06.2025 og telur hana samræmast fyrirhuguðu framtíðar skipulagi svæðisins.
    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu ráðsins og unnið verði að endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við hnitsettan lóðaruppdrátt.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja landamerkjalínur á milli Bjargs og Ytra-Bjargs. Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og að lóðin fái staðfangið Arnarlundur. Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 376 Mál lagt fram til kynningar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?