Sveitarstjórn

397. fundur 11. desember 2025 kl. 15:00 - 15:58 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Þorleifur Karl Eggertsson oddviti
  • Magnús Magnússon varaoddviti var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Liljana Milenkoska
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ingimar Sigurðsson aðalmaður
  • Viktor Ingi Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá
Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að taka á dagskrá sem 12. dagskrárlið aukafund sveitarstjórnar og verður skýrsla sveitarstjóra þá 13. dagskrárliður. Samþykkt samhljóða.



Fundargerð 1262. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 397. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

1.Byggðarráð - 1262

Málsnúmer 2511002FVakta málsnúmer

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1262 Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar vegna viðburða í samfélagsþágu.
  • Byggðarráð - 1262 Í erindinu kemur fram að nemendur hyggjast safna sér fyrir gróðurhúsinu og hafi útbúið myndband til að kynna söfnunina sem sent verður á valda aðila. Ekki er óskað eftir fjárstuðningi frá sveitarfélaginu. Nemendur komu til fundar við sveitarstjóra og kynntu verkefnið og færðu henni myndir sem þeir teiknuðu af húsinu, grænmeti o.fl. Myndirnar voru lagðar fram á fundinum.

    Byggðarráð fagnar framtaki nemenda í elsta árgangi Leikskólans Ásgarðs og óskar þeim góðs gengis með söfnunina. Stuðningur sveitarfélagsins verður í formi kynningar á verkefninu ásamt því að koma húsinu fyrir á leikskólalóðinni þegar þar að kemur.
  • Byggðarráð - 1262 Því miður er ekki unnt að verða við styrkbeiðninni.
  • Byggðarráð - 1262 Í viðaukanum felst framlenging á samningi um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra um eitt ár, út árið 2026.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans. Ráðið skorar á ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála að ganga sem fyrst frá framtíðarsamningi um rekstur stofunnar til að tryggja rekstrargrundvöll og starfsemi til langs tíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1262 Í bréfinu gerir bréfritari athugasemdir við afgreiðslu umsóknar sinnar um námsstyrk vegna náms í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri og próftökugjald í fjarnámsstofu.

    Umsókn bréfritara um námsstyrk var tekin fyrir á 1250. fundi byggðarráðs og svohljóðandi bókað:

    „Fyrir liggur umsögn skólastjóra um beiðnina. Þar kemur fram að kennarahópur grunnskólans sé nær eingöngu skipaður einstaklingum með leyfisbréf eða í viðeigandi námi. Með tilliti til framtíðarskipulags og óvissu um þörf eftir fjögurra ára námstíma er erfitt að meta fyrirliggjandi þörf stofnunarinnar.
    Í ljósi framangreinds og með vísan í 6. gr. reglna um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra samþykkir byggðarráð að hafna umsókninni. Umsækjanda er bent á að hámarksstyrkur skv. framangreindum reglum er til tveggja ára og því gætu gefist tækifæri til að sækja um styrk síðar á námstímanum, einkum ef breyting verður á þörf stofnunarinnar.“

    Byggðarráð staðfestir fyrri afgreiðslu sína á beiðni um námsstyrk enda er hún í samræmi við gildandi reglur um veitingu námsstyrkja og mat skólastjóra á þörf. Við lok yfirstandandi skólaárs verða um 90% kennara við Grunnskóla Húnaþings vestra með kennsluréttindi auk eins réttindakennara sem er í námsleyfi. Er það hlutfall hátt samanborið við skóla af sambærilegri stærð.

    Hvað próftökugjald í fjarnámsstofu varðar urðu þau leiðu mistök að tilkynningu þar um var ekki komið á framfæri við notendur þjónustunnar þegar gjaldskrá tók gildi í upphafi árs 2025. Hlutaðeigendur eru beðnir innilegrar afsökunar á því. Vegna þeirra mistaka verður ekki innheimt próftökugjald vegna ársins 2025.

  • Byggðarráð - 1262 Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá umsókn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  • Byggðarráð - 1262 Í minnisblaðinu er lögð fram tillaga um að þóknun fulltrúa í sameiginlegri kjörstjórn Dalabyggðar og Húnaþings vestra verði í samræmi við þóknun fulltrúa í kjörstjórn Húnaþings vestra. Formaður fái greiddar kr. 8.664 pr. klst. Aðrir stjórnarmenn kr. 7.076 pr. klst.
    Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu. Vert er að taka fram að þóknun kjörstjórnar greiðst af sérstökum styrk jöfnunarsjóðs til sameiningarviðræðna.
    Bókun fundar Liljana Milenkoska vék af fundi kl. 15:06.
    Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
    Liljana kom til fundar að nýju kl. 15:08.
  • Byggðarráð - 1262 Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
  • Byggðarráð - 1262 Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
  • Byggðarráð - 1262 Húnaþing vestra vill leggja áherslu á mikilvægi þess að stefnumótun og lagasetning stjórnvalda taki fullt tillit til þeirra aðstæðna sem einkenna sveitarfélög á landsbyggðinni. Reynslan sýnir að ákvarðanir hins opinbera leiða oft til ófyrirséðra áhrifa á rekstur og þjónustu sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta á sérstaklega við um fjárhagsleg áhrif, en einnig flækjur í regluverki, skerðingu á þjónustu eða aukna stjórnsýslubyrði.

    Húnaþing vestra tekur því undir það mat sem fram kemur í greinargerð tillögunnar, að innleiðing landsbyggðarmats geti:
    -
    komið í veg fyrir óvæntar byrðar,
    -
    aukið gagnsæi og samhæfingu í stjórnsýslu ríkisins,
    -
    og bundið í upphafi vinnslu mála þá hagsmuni sem annars kæmu fram alltof seint þegar mótvægisaðgerðir yrðu kostnaðarsamar eða of seint fram komnar.

    Sveitarfélagið tekur sérstaklega undir þá áherslu sem fram kemur í tillögunni, að með slíku mati sé „dregið úr líkum á því að síðar þurfi að grípa til kostnaðarsamra mótvægisaðgerða til að leiðrétta óvæntar byrðar eða ósanngjörn áhrif stefnumótunar eða lagasetningar stjórnvalda“. Þetta er grundvallarsjónarmið, ekki aðeins í þágu tiltekinna svæða heldur alls samfélagsins, þar sem vandað ferli frá upphafi tryggir bæði réttláta og hagkvæma ákvörðunartöku fyrir ríkið í heild.

    Húnaþing vestra vill jafnframt undirstrika að landsbyggðarmat þarf að byggjast á raunhæfum gögnum og staðbundinni greiningu, í samráði við sveitarfélög sem þekkja aðstæður best. Slíkt samstarf eykur gæði matsins og tryggir að niðurstöður þess verði bæði markvissar og framkvæmanlegar.

    Að öllu framangreindu virtu styður Húnaþing vestra heilshugar framlagða þingsályktunartillögu og telur hana mikilvægt skref í átt að sanngjarnari og ábyrgari stjórnsýslu gagnvart íbúum landsbyggðarinnar og sveitarfélögum þeirra.
  • Byggðarráð - 1262 Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið samþykkir skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.

    Byggðarráð ítrekar fyrri afstöðu sína til skipan raflínunefnda þess efnis að með því sé gengið á skipulagsvald sveitarfélaga.
  • Byggðarráð - 1262
  • Byggðarráð - 1262
  • Byggðarráð - 1262
  • Byggðarráð - 1262
  • Byggðarráð - 1262 Byggðarráð samþykkir framlengingu leigusamnings til 30. nóvember 2026.
Fundargerð 1263. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 397. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

2.Byggðarráð - 1263

Málsnúmer 2511006FVakta málsnúmer

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1263 Í póstinum kemur fram ákvörðun Landsnets um að farin verði svokölluð byggðaleið sem liggur að mestu samhliða núverandi byggðalínu en ekki heiðaleið sem var sú leið sem Húnaþing vestra hafði mælt með að farin yrði. Byggðarráð lýsir yfir áhyggjum vegna valsins og telur það til þess fallið að tefja framkvæmdir verulega enda er á leiðinni farið í gegnum verðmæt ræktarlönd og fjöldi landeigenda sem semja þarf við er yfir 120.
  • Byggðarráð - 1263 Spurningakönnunin var lögð fyrir starfsfólk Húnaþings vestra á fyrri hluta ársins og innihélt spurningar sem könnuðu hug starfsmanna til stjórnunar, starfsanda, launakjara, vinnuskilyrða, sveigjanleika í vinnu, ímynd vinnustaðar, sjálfstæðis í starfi, ánægju og stolts og jafnréttis á vinnustaðnum. Heildareinkunn Húnaþings vestra í könnuninni var 4,2 sem var sjötta besta einkunn af þeim 22 sveitarfélögum sem tóku þátt í ár. Þeir þættir sem skoruðu hæst á meðal starfsmanna sveitarfélagsins lutu að jafnrétti en þeir sem skoruðu lægst lutu að launakjörum og vinnuskilyrðum.
    Byggðarráð fagnar góðri niðurstöðu könnunarinnar og þakkar starfsfólki þátttöku.
  • Byggðarráð - 1263 Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja framkomnar tillögur í opið samráð líkt og lagt er til í athugasemdum starfshópsins.
  • Byggðarráð - 1263 Byggðarráð samþykkir framlagða starfsáætlun.
  • Byggðarráð - 1263 Byggðarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörðinni Litla-Bóli L217401.
  • Byggðarráð - 1263 Styrkbeiðnir vegna ársins 2026 hafa verið afgreiddar. Því er ekki unnt að verða við styrkbeiðninni.
  • Byggðarráð - 1263 Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra og felur sveitarstjóra að auglýsa úthlutun ársins 2026 með umsóknarfresti til 10. janúar 2026. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1263 Lagt fram minnisblað vegna úttektar á rekstri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra. Tilgangur úttektarinnar er m.a. að greina núverandi skipulag sviðsins, ferla og verkaskiptingu, leggja mat á mönnunar-, húsnæðis- og tækjaþörf og leggja fram tillögur að umbótum þar sem þess gerist þörf. Byggðarráð samþykkir að ráðist verði í úttekt í samræmi við framkomið minnisblað og felur sveitarstjóra að leita tilboða í úttektina hjá til þess bærum aðilum sem byggðarráð tekur afstöðu til í framhaldinu. Úttektin er liður í áherslu sveitarstjórnar á stöðugar umbætur, hátt þjónustustig og góða nýtingu fjármuna. Fjölskyldusvið fór í gegnum sambærilega úttekt fyrir nokkrum árum og var í framhaldinu ráðist í breytingar á sviðinu sem hafa leitt til markvissara og faglegra starfs. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1263
  • Byggðarráð - 1263
Fundargerð 1264. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 397. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

3.Byggðarráð - 1264

Málsnúmer 2512002FVakta málsnúmer

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1264 Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2025:

    „Rekstur
    Skatttekjur
    Útsvar, lækkun
    19.000.000
    Jöfnunarsjóður, hækkun
    -37.000.000

    Félagsþjónusta

    Málefni fatlaðra, aukin hlutdeild í tapi
    3.159.000


    Umferðar- og samgöngumál

    Gangstéttir, viðhald
    -8.000.000
    Göngu- og hjólreiðastígar viðhald
    -2.000.000
    Snjómokstur
    -13.500.000

    Sameiginlegur kostnaður

    Aðkeypt þjónusta
    6.500.000

    Eignasjóður

    Íþróttamiðstöðin, viðhald 3.000.000
    Lækkun leigutekna
    560.000

    Höfnin

    Viðhaldsdýpkun
    2.370.000

    Vatnsveita

    Viðhaldsframkvæmdir
    -10.000.000

    Hitaveita

    Selt heitt vatn, lækkun
    13.028.000

    Félagslegar íbúðir

    Lækkun leigutekna vegna framkvæmda
    3.656.000

    Fráveitukerfi

    Aðkeypt þjónusta
    -8.000.000

    Ófyrirséð

    Ófyrirséður kostnaður, lækkun
    -3.932.796

    Breytt rekstrarafkoma, jákvæð
    -31.159.796

    Bættri rekstrarafkomu mætt með hækkun á handbæru fé.

    Efnahagur
    Gangstéttir
    -6.000.000
    Íþróttamiðstöð, heitur pottur
    8.000.000
    Leiktæki skólalóð
    25.000.000

    Hitaveita

    Hitaveita Hvammstangabraut
    -50.000.000

    Félagslegar íbúðir

    Nestún, endurbætur ein íbúð
    10.000.000

    Lækkun eignfærðrar fjárfestingar -13.000.000
    Niðurstaðan hækkar stöðu handbærs fjár.“

    Samhliða tillögunni var lagt fram málaflokkayfirlit. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum. Viðauka 7 vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1264 Byggðarráð samþykkir uppgjör verkefnisins og útgreiðslu síðari greiðslu styrks í samræmi við 5. gr. úthlutunarreglna Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1264 Í minnisblaðinu er farið yfir forsendur áætlunarinnar. Byggðarráð samþykkir þær forsendur sem fram koma og felur sveitarstjóra að ljúka við gerð Húsnæðisáætlunar Húnaþings vestra fyrir árin 2026-2035.
  • Byggðarráð - 1264 Um er að ræða niðurfellingu gatnagerðagjalda af eftirtöldum lóðum út árið 2026 í samræmi við heimild úr 5.gr. laga nr. 153/2006 og 5. gr samþykktar Húnaþings vestra um gatnagerðagjöld nr. 1325/2023: Á Hvammstanga lóðirnar Bakkatún 3, Bakkatún 5, Bakkatún 7, Grundartún 2, Grundartún 17 og Hlíðarvegur 21. Á Laugarbakka lóðirnar Teigagrund 7 og Gilsbakki 1-3. Byggðarráð samþykkir niðurfellingu gatnagerðagjalda af framangreindum lóðum og vísar samþykktinni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1264
  • Byggðarráð - 1264
  • Byggðarráð - 1264
  • Byggðarráð - 1264
  • Byggðarráð - 1264
Fundargerð 257. fundar fræðsluráðs lögð fram til afgreiðslu á 397. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

4.Fræðsluráð - 257

Málsnúmer 2511007FVakta málsnúmer

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður fræðsluráðs kynnti fundargerð.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 265. fundar félagsmálaráðs lögð fram til afgreiðslu á 397. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

5.Félagsmálaráð - 265

Málsnúmer 2511005FVakta málsnúmer

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálaráð - 265 Sviðsstjóri upplýsti um að einstaklingi var boðin íbúð 303 þar sem selja á félagslega íbúð þar sem viðkomandi bjó. Þar af leiðand verður íbúð 303 ekki úthlutað.
  • Félagsmálaráð - 265 Félagsmálaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og kynna sérstaklega fyrir byggðarráði og/eða sveitarstjórn áhrif leiðbeininganna.
  • Félagsmálaráð - 265 Félagsmálaráð samþykkir gjaldskrá félagsþjónustu 2026 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Félagsmálaráð - 265 Félagsmálaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og kynna sérstaklega fyrir sveitarstjórn og/eða byggðarráði. Félagsmálaráð mun fjalla aftur um málið á næsta fundi.
  • Félagsmálaráð - 265 Félagsmálaráð samþykkir gjaldskrá fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Félagsmálaráð - 265 Sviðsstjóri fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi.
    Einnig samþykkt að næsti fundur verði miðvikudaginn 7. janúar 2026.
Fundargerð 222. fundar landbúnaðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 397. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

6.Landbúnaðarráð - 222

Málsnúmer 2512001FVakta málsnúmer

Sigríður Ólafsdóttir formaður landbúnaðarráðs kynnti fundargerð.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Landbúnaðarráð - 222 Tilkynningar vegna búfjár voru með allra minnsta móti í ár. Skráð voru 15 atvik vegna búfjáreftirlits á árinu, sjö vegna hrossa og átta vegna sauðfjár.

    Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna fyrir greinagóða yfirferð.
  • Landbúnaðarráð - 222 Veiðieftirlit gekk vel árið 2025. Veiðidagar voru 20 í ár. Farnar voru tvær eftirlitsferðir á Víðidalstunguheiði og ein á Arnarvatnsheiði. Ekki þurfti að hafa afskipti af veiðimönnum í þessum ferðum. Aðgengi að Víðidalstunguheiði er skert vegna færðar vegna kvísla sem þarf að þvera. Almennt virðist vera ánægja með fyrirkomulag veiðanna, stjórn og vöktun sveitarfélagsins á svæðinu.

    Landbúnaðarráð þakkar Júlíusi Guðna greinagóða yfirferð.
  • Landbúnaðarráð - 222
  • Landbúnaðarráð - 222
  • Landbúnaðarráð - 222
  • Landbúnaðarráð - 222 Landbúnaðarráð Húnaþings vestra gerir alvarlegar athugasemdir við þær breytingar sem fjármálaráðuneytið hyggst gera á lögum nr. 14/2004 um erfðafjárskatt.
    Samkvæmt lögunum eins og þau standa í dag skulu fasteignir vera taldar á fasteignamatsverði eins og það er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Með fyrirhuguðum breytingum, gangi þær í gegn, verður land hins vegar miðað við markaðsverð nema telja megi að mismunur þess og fasteignamats sé óverulegur. Tiltekið er í greinargerð sem fylgir frumvarpinu að þessi breyting sé fyrirhuguð þar sem að fasteignamat reynist oft vera langt undir markaðsverði. Engin rök eða dæmi fylgja með þessari fullyrðingu, ekki er tiltekið hver eigi eða hvernig eigi að meta hvort mismunur markaðsverðs og fasteignamats sé óverulegur og hvergi er tilgreint hvernig á að meta markaðsverð. Fasteignamat á samkvæmt lögum að endurspegla markaðsverð og HMS reiknar slíkt meðal annars út frá seldum eignum í aðdraganda uppreiknings fasteignamats, sem á sér stað einu sinni á ári. Erfitt er að sjá rök fyrir því að aðrar reglur eigi að gilda um land en aðrar fasteignir.
    Ljóst er að breyting þessi kemur fyrst og fremst niður á bændum. Erfingjar bænda eru oft á tíðum næsta kynslóð bændastéttarinnar og er því verið að gera kynslóðaskipti í búskap enn erfiðari en þau eru nú þegar. Breyting á við þessa getur hæglega orðið til þess að erfingjar neyðist til að selja jarðir sem þeir erfa þar sem erfðafjárskattur af þessu mjög svo óskilgreinda markaðssverði reynist vera mun hærri skattaskuld en búrekstur stendur undir, og opnar þetta því enn frekar á að jarðir fari úr búrekstri og seljist til fjársterkra einstaklinga sem hyggjast hvorki byggja jarðir sínar né stunda á þeim rekstur af neinu tagi.
    Landbúnaðarráð hvetur fjármálaráðuneytið til að hverfa frá fyrirhuguðum breytingum.
Fundargerð 12. fundar öldungaráðs lögð fram til afgreiðslu á 397. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

7.Öldungaráð - 12

Málsnúmer 2511004FVakta málsnúmer

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðagjöldum 2026

Málsnúmer 2512019Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir niðurfellingu gatnagerðagjalda af eftirtöldum lóðum út árið 2026 í samræmi við heimild úr 5. gr. laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjöld og 5. gr. samþykktar Húnaþings vestra um gatnagerðagjöld nr. 1325/2023.
Á Hvammstanga lóðirnar Bakkatún 3, Bakkatún 5, Bakkatún 7, Grundartún 2, Grundartún 17 og Hlíðarvegur 21.
Á Laugarbakka lóðirnar Teigagrund 7 og Gilsbakki 1-3.
Sveitarstjórn samþykkir niðurfellingu gatnagerðagjalda af framangreindum lóðum út árið 2026.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Gjaldskrá fyrir félagsþjónustu

Málsnúmer 2503047Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Gjaldskrá fyrir félagsþjónustu 2026.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks

Málsnúmer 2503037Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks 2026.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2512014Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2025 ásamt málaflokkayfirliti.

„Rekstur
Skatttekjur
Útsvar, lækkun 19.000.000
Jöfnunarsjóður, hækkun -37.000.000

Félagsþjónusta
Málefni fatlaðra, aukin hlutdeild í tapi 3.159.000

Umferðar- og samgöngumál
Gangstéttir, viðhald -8.000.000
Göngu- og hjólreiðastígar viðhald -2.000.000
Snjómokstur -13.500.000

Sameiginlegur kostnaður
Aðkeypt þjónusta 6.500.000
Eignasjóður Íþróttamiðstöðin, viðhald 3.000.000
Lækkun leigutekna 560.000

Höfnin
Viðhaldsdýpkun 2.370.000

Vatnsveita
Viðhaldsframkvæmdir -10.000.000

Hitaveita
Selt heitt vatn, lækkun 13.028.000

Félagslegar íbúðir
Lækkun leigutekna vegna framkvæmda 3.656.000

Fráveitukerfi
Aðkeypt þjónusta -8.000.000

Ófyrirséð
Ófyrirséður kostnaður, lækkun -3.932.796

Breytt rekstrarafkoma, jákvæð -31.159.796

Bættri rekstrarafkomu mætt með hækkun á handbæru fé.

Efnahagur
Gangstéttir -6.000.000
Íþróttamiðstöð, heitur pottur 8.000.000
Leiktæki skólalóð 25.000.000

Hitaveita
Hitaveita Hvammstangabraut -50.000.000

Félagslegar íbúðir
Nestún, endurbætur ein íbúð 10.000.000

Lækkun eignfærðrar fjárfestingar -13.000.000 Niðurstaðan hækkar stöðu handbærs fjár.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Aukafundur sveitarstjórnar

Málsnúmer 2310034Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að haldinn verði aukafundur sveitarstjórnar miðvikudaginn 17. desember kl. 15.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sín frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:58.

Var efnið á síðunni hjálplegt?