Byggðarráð - 1263

Málsnúmer 2511006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 397. fundur - 11.12.2025

Fundargerð 1263. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 397. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1263 Í póstinum kemur fram ákvörðun Landsnets um að farin verði svokölluð byggðaleið sem liggur að mestu samhliða núverandi byggðalínu en ekki heiðaleið sem var sú leið sem Húnaþing vestra hafði mælt með að farin yrði. Byggðarráð lýsir yfir áhyggjum vegna valsins og telur það til þess fallið að tefja framkvæmdir verulega enda er á leiðinni farið í gegnum verðmæt ræktarlönd og fjöldi landeigenda sem semja þarf við er yfir 120.
  • Byggðarráð - 1263 Spurningakönnunin var lögð fyrir starfsfólk Húnaþings vestra á fyrri hluta ársins og innihélt spurningar sem könnuðu hug starfsmanna til stjórnunar, starfsanda, launakjara, vinnuskilyrða, sveigjanleika í vinnu, ímynd vinnustaðar, sjálfstæðis í starfi, ánægju og stolts og jafnréttis á vinnustaðnum. Heildareinkunn Húnaþings vestra í könnuninni var 4,2 sem var sjötta besta einkunn af þeim 22 sveitarfélögum sem tóku þátt í ár. Þeir þættir sem skoruðu hæst á meðal starfsmanna sveitarfélagsins lutu að jafnrétti en þeir sem skoruðu lægst lutu að launakjörum og vinnuskilyrðum.
    Byggðarráð fagnar góðri niðurstöðu könnunarinnar og þakkar starfsfólki þátttöku.
  • Byggðarráð - 1263 Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja framkomnar tillögur í opið samráð líkt og lagt er til í athugasemdum starfshópsins.
  • Byggðarráð - 1263 Byggðarráð samþykkir framlagða starfsáætlun.
  • Byggðarráð - 1263 Byggðarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörðinni Litla-Bóli L217401.
  • Byggðarráð - 1263 Styrkbeiðnir vegna ársins 2026 hafa verið afgreiddar. Því er ekki unnt að verða við styrkbeiðninni.
  • Byggðarráð - 1263 Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra og felur sveitarstjóra að auglýsa úthlutun ársins 2026 með umsóknarfresti til 10. janúar 2026. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1263 Lagt fram minnisblað vegna úttektar á rekstri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra. Tilgangur úttektarinnar er m.a. að greina núverandi skipulag sviðsins, ferla og verkaskiptingu, leggja mat á mönnunar-, húsnæðis- og tækjaþörf og leggja fram tillögur að umbótum þar sem þess gerist þörf. Byggðarráð samþykkir að ráðist verði í úttekt í samræmi við framkomið minnisblað og felur sveitarstjóra að leita tilboða í úttektina hjá til þess bærum aðilum sem byggðarráð tekur afstöðu til í framhaldinu. Úttektin er liður í áherslu sveitarstjórnar á stöðugar umbætur, hátt þjónustustig og góða nýtingu fjármuna. Fjölskyldusvið fór í gegnum sambærilega úttekt fyrir nokkrum árum og var í framhaldinu ráðist í breytingar á sviðinu sem hafa leitt til markvissara og faglegra starfs. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1263
  • Byggðarráð - 1263
Var efnið á síðunni hjálplegt?