Byggðarráð

1264. fundur 08. desember 2025 kl. 14:00 - 15:21 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá

1.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2512014Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2025:

„Rekstur
Skatttekjur
Útsvar, lækkun
19.000.000
Jöfnunarsjóður, hækkun
-37.000.000

Félagsþjónusta

Málefni fatlaðra, aukin hlutdeild í tapi
3.159.000


Umferðar- og samgöngumál

Gangstéttir, viðhald
-8.000.000
Göngu- og hjólreiðastígar viðhald
-2.000.000
Snjómokstur
-13.500.000

Sameiginlegur kostnaður

Aðkeypt þjónusta
6.500.000

Eignasjóður

Íþróttamiðstöðin, viðhald 3.000.000
Lækkun leigutekna
560.000

Höfnin

Viðhaldsdýpkun
2.370.000

Vatnsveita

Viðhaldsframkvæmdir
-10.000.000

Hitaveita

Selt heitt vatn, lækkun
13.028.000

Félagslegar íbúðir

Lækkun leigutekna vegna framkvæmda
3.656.000

Fráveitukerfi

Aðkeypt þjónusta
-8.000.000

Ófyrirséð

Ófyrirséður kostnaður, lækkun
-3.932.796

Breytt rekstrarafkoma, jákvæð
-31.159.796

Bættri rekstrarafkomu mætt með hækkun á handbæru fé.

Efnahagur
Gangstéttir
-6.000.000
Íþróttamiðstöð, heitur pottur
8.000.000
Leiktæki skólalóð
25.000.000

Hitaveita

Hitaveita Hvammstangabraut
-50.000.000

Félagslegar íbúðir

Nestún, endurbætur ein íbúð
10.000.000

Lækkun eignfærðrar fjárfestingar -13.000.000
Niðurstaðan hækkar stöðu handbærs fjár.“

Samhliða tillögunni var lagt fram málaflokkayfirlit. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum. Viðauka 7 vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fylgiskjöl:

2.Atvinnu- og nýsköpunarsjóður, lokaskýrsla

Málsnúmer 2501061Vakta málsnúmer

Lögð fram lokaskýrsla vegna úthlutunar úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra til verkefnisins Rabarbaron.
Byggðarráð samþykkir uppgjör verkefnisins og útgreiðslu síðari greiðslu styrks í samræmi við 5. gr. úthlutunarreglna Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs.

3.Húsnæðisáætlun 2026

Málsnúmer 2512015Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra vegna vinnu við gerð húsnæðisáætlunar 2026-2035.
Í minnisblaðinu er farið yfir forsendur áætlunarinnar. Byggðarráð samþykkir þær forsendur sem fram koma og felur sveitarstjóra að ljúka við gerð Húsnæðisáætlunar Húnaþings vestra fyrir árin 2026-2035.

4.Samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðagjöldum 2026

Málsnúmer 2512019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjaðri samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum.
Um er að ræða niðurfellingu gatnagerðagjalda af eftirtöldum lóðum út árið 2026 í samræmi við heimild úr 5.gr. laga nr. 153/2006 og 5. gr samþykktar Húnaþings vestra um gatnagerðagjöld nr. 1325/2023: Á Hvammstanga lóðirnar Bakkatún 3, Bakkatún 5, Bakkatún 7, Grundartún 2, Grundartún 17 og Hlíðarvegur 21. Á Laugarbakka lóðirnar Teigagrund 7 og Gilsbakki 1-3. Byggðarráð samþykkir niðurfellingu gatnagerðagjalda af framangreindum lóðum og vísar samþykktinni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu af vegaskrá - Borðeyrarskólavegur nr. 6495-01

Málsnúmer 2512009Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Borðeyrarskólavegar nr. 6495-01 af vegaskrá.

6.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu af vegaskrá - Laugarbakkaskólavegur nr. 7080-01

Málsnúmer 2512008Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Laugarbakkaskólavegar nr. 7080-01 af vegaskrá.

7.Stjórnsýslukæra vegna skipunar raflínunefndar

Málsnúmer 2512013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stjórnsýslukæra fimm landeigenda í Borgarfirði til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar félags- og húsnæðismálaráðuneytis um skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.

8.Fjallskilastjórn Miðfirðinga - Fundargerð 2. des. 2025

Málsnúmer 2512011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fjallskilanefndar Miðfirðinga frá 2. desember 2025.
Fylgiskjöl:

9.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2025

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Fundargerð 133. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:21.

Var efnið á síðunni hjálplegt?