Sveitarstjórn

393. fundur 11. september 2025 kl. 15:00 - 15:59 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Þorleifur Karl Eggertsson oddviti
  • Magnús Magnússon varaoddviti
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Birkir Snær Gunnlaugsson
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ingimar Sigurðsson aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Borghildur Haraldsdóttir
  • Viktor Ingi Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Dagskrá
Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að taka inn á dagskrá skipulagslýsingu í landi Melstaðar sem dagskrárlið 7 og tillögu sameiningarnefndar Húnaþings vestra og Dalabyggðar um kjörstjórnir sem dagskrárlið 8. Skýrsla sveitarstjóra verður því 9. dagskrárliður. Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundargerð 1253. fundar byggðarráðs frá 8. september sl. lögð fram til afgreiðslu á 393. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

1.Byggðarráð - 1253

Málsnúmer 2508001FVakta málsnúmer

Magnús Magnússon formaður kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1253 Auglýst var eftir tillögum að forgangsverkefnum með auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir óbreytt forgangsverkefni frá fyrra ári. Þau eru Vatnsnes, Borðeyri, Reykir í Hrútafirði, Kolugljúfur og stígakerfi milli Laugarbakka, Hvammstanga og Kirkjuhvamms. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 1.2 2508068 Uppsögn á starfi
    Byggðarráð - 1253 Byggðarráð þakkar Þorgils fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að auglýsa starfið og hafa umsjón með ráðningarferlinu í samstarfi við ráðningarstofu. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1253 Á ársfundi fulltrúaráðs Leigufélagsins Bústaðar hses., kt. 620819-0420, sem haldinn var hinn 27. ágúst 2025, var samþykkt að slíta stofnuninni í samræmi við 16. gr. skipulagsskrár hennar og samkvæmt 9. gr. laga nr. 52/2016, um almennar íbúðir, sbr. jafnframt XIII. og XIV. kafla laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Tillagan var sett fram í ljósi þess að stofnunin hafði lokið markmiði sínu samkvæmt samþykktum hennar og rekstri hennar hefur verið hætt. Stofnandi stofnunarinnar, Húnaþing vestra, ásamt stjórn hennar höfðu lýst yfir vilja til þess að stofnuninni yrði slitið með formlegum hætti. Fulltrúaráð og stofnandi veittu stjórn félagsins umboð til að annast slitaferlið, þar á meðal að leita samþykkis ráðherra, kjósa skilanefnd og sinna nauðsynlegum frágangi og skjalagerð.
    Lögð er fram sú tillaga að byggðarráð samþykki áframhaldandi slitaferli Leigufélagsins Bústaðar hses., í samræmi við ákvarðanir og niðurstöður ársfundar.
    Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1253 Byggðarráð samþykkir að skipa eftirfarandi í vinnuhópinn í samræmi við erindisbréf:
    Magnús Magnússon, formaður byggðarráðs.
    Viktor Ingi Jónsson, kjörinn fulltrúi.
    Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1253 Byggðarráð samþykkir að skipa eftirfarandi í vinnuhópinn í samræmi við erindisbréf:
    Ingimar Sigurðsson, formaður skipulags- og umhverfisráðs.
    Sigríður Ólafsdóttir, formaður landbúnaðarráðs.
    Magnús Eðvaldsson, kjörinn fulltrúi.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1253 Byggðarráð samþykkir að framlögð drög verði sett í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins.
  • Byggðarráð - 1253 Byggðarráð veitir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra, kt. 160673-3119, fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá sölu á íbúð að Hlíðarvegi 25, neðri hæð suður, fastanúmer 221-4009. Umboðið nær til þess að undirrita kaupsamning, uppgjör, afsal, skuldabréf og öll önnur nauðsynleg skjöl vegna sölu framangreindrar eignar. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1253
  • Byggðarráð - 1253
  • Byggðarráð - 1253
  • Byggðarráð - 1253
  • Byggðarráð - 1253
  • Byggðarráð - 1253
  • Byggðarráð - 1253
Fundargerð 1254. fundar byggðarráðs frá 11. september sl. lögð fram til afgreiðslu á 393. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

2.Byggðarráð - 1254

Málsnúmer 2509003FVakta málsnúmer

Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1254 Farið var yfir helstu forsendur gjaldskráa fyrir árið 2026.
  • Byggðarráð - 1254 Lögð fram eftirfarandi tillaga:

    „Fjárhæð frístundakorts verður kr. 25.000 fyrir árið 2026 fyrir börn allt frá fæðingu að 18. aldursári.“

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1254 Lagðar voru fram til kynningar starfsáætlanir forstöðumanna fyrir árið 2026.

    Byggðarráð þakkar forstöðumönnum fyrir vel gerðar og metnaðarfullar starfsáætlanir fyrir komandi ár.
Fundargerð 254. fundar fræðsluráðs frá 28. ágúst sl. lögð fram til afgreiðslu á 393. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

3.Fræðsluráð - 254

Málsnúmer 2508002FVakta málsnúmer

Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður fræðsluráðs kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðsluráð - 254
  • Fræðsluráð - 254
  • Fræðsluráð - 254 Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um breytingar á störfum vegna samfélagsmiðstöðvar lagt fram. Starfsemi er hafin að hluta og ferkari starfsemi mun hefjast í september.
  • Fræðsluráð - 254 Fræðsluráð samþykkir tillögur sviðsstjóra fjölskyldusviðs um verklag við gerð mönnunarlíkans fyrir grunnskóla og leikskóla í samræmi við rekstrarúttekt Ásgarðs skólaþjónustu. Verklagið byggi á eftirfarandi þáttum:
    1. Grunnmönnun - ákveðin viðmið um kennslustundafjölda og stöðugildafjölda út frá fjölda barna.
    2. Sérkennsla og stuðningsúrræði eru aðskilin frá grunnmönnun og byggð á samræmdu mati á þörfum barna sem tekur mið af: a) heilsu og hegðun, b) daglegum athöfnum, c) skólastarfi og námi, d) öryggi og e) félagslegri virkni.

    Með verklaginu skal tryggja ábyrga fjárhagsáætlunargerð, að grunnmönnun sé stöðug og fyrirsjáanleg, að viðbótarmönnun byggi á gagnreyndu, samræmdu mati á stuðningsþörf barna og að ábyrgð og eftirfylgni sé skýr hjá fagteymi, skólastjórnendum og fræðsluráði. Við gerð verklagsins skal hafa samráð við starfsfólk og stjórnendur leik- og grunnskóla og upplýsa fræðsluráð um framvindu vinnunar.
  • Fræðsluráð - 254 Drög að uppfærðu verklagi um samstarf leikskóla og grunnskóla lagt fram til kynningar og umræðu. Fræðsluráð vísar drögunum til umfjöllunar hjá starfsfólki grunnskóla og leikskóla.
  • Fræðsluráð - 254 Næsti fundur fræðsluráðs verður miðvikudaginn 8. október kl. 15:15.
Fundargerð 263. fundar félagsmálaráðs frá 20. ágúst sl. lögð fram til afgreiðslu á 393. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

4.Félagsmálaráð - 263

Málsnúmer 2507004FVakta málsnúmer

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 379. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 9. september sl. lögð fram til afgreiðslu á 393. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

5.Skipulags- og umhverfisráð - 379

Málsnúmer 2508003FVakta málsnúmer

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Magnús Magnússon kom til fundar að nýju kl. 15:27.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 379
    Skipulagslýsing hefur verið auglýst skv. skipulagögum nr. 123/2010

    Umsagnir stofnana sem bárust á auglýstum tíma.

    Skipulagsstofnun bendir á að tilgreina þurfi nánar fjölda gistirýma og byggingarmagn, meta áhrif á votlendi og náttúruvernd, auk þess að skoða hvort framkvæmdin sé tilkynningarskyld samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
    Vegagerðin gerir kröfu um að allar tengingar við Sindrastaðaveg séu háðar samþykki Vegagerðarinnar og að metin verði burðargeta vegarins og möguleg lagfæring vegna aukinnar umferðar.
    Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra krefst þess að skilgreint verði vatnsverndarsvæði og fráveitulausnir, auk varna gegn mengun vatns og grunnvatns.
    Náttúrufræðistofnun leggur ríka áherslu á vernd votlendis og fuglalífs og varar við því að setja fordæmi fyrir umfangsmikla uppbyggingu á lítt röskuðu votlendi með hátt verndargildi.
    Míla gerir engar athugsemdir.

    Athugasemdir aðliggjandi landeigenda.

    Landeigendur Litla-Bóls óska eftir að fyrirhuguð uppbygging og vegstæði verði í a.m.k. 300 metra fjarlægð frá landamerkjum vegna áhyggja af aukinni umferð, hávaða og ónæði.
    Landeigendur Lækjarmóta hafna fyrirliggjandi afmörkun skipulagssvæðisins og benda á að ekki hafi verið haft nægilegt samráð við aðliggjandi landeigendur áður en breytingin var auglýst.


    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að allar umsagnir stofnana og athugasemdir verði teknar til skoðunar og að viðeigandi breytingar verði gerðar á skipulagstillögunni í samræmi við ábendingar þeirra.
    Tekið verði tillit til athugasemda aðliggjandi jarðareigenda áður en tillaga að aðalskipulagi verður auglýst.
    Tillagan verði unnin með hliðsjón af niðurstöðum umhverfismats, og tekið verði sérstakt tillit til votlendis, náttúruverndar og annarra umhverfisþátta.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 379
    Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst skv. skipulagslögum nr 123/2010.

    Umsagnir sem bárust á auglýstum tíma
    RARIK
    - Vekur athygli á háspennu- og lágspennustrengjum innan svæðisins.
    - Byggingar skulu ekki staðsettar þar sem strengir liggja í jörðu.
    - Samráð við RARIK nauðsynlegt áður en framkvæmdir hefjast.
    Veðurstofa Íslands
    - Gerir ekki athugasemdir.
    Minjastofnun
    - Gerir ekki athugasemdir.
    Vegagerðin
    - Bendir á að aðstæður við þjóðveg 1 séu ábótavant m.t.t. öryggissvæða og fjarlægða bygginga.
    - Nauðsynlegt að skoða fjölda og staðsetningu tenginga við Hringveg, tryggja umferðaröryggi og meta möguleg áhrif á umferð.
    - Framkvæmdir innan veghelgunarsvæðis háðar leyfi Vegagerðarinnar.
    - Leggur til að unnið verði samgöngumat ef gert er ráð fyrir verulegri aukningu á umferð.
    Náttúrufræðistofnun Íslands
    - Gerir ekki athugasemdir en bendir á að samkvæmt vistgerðakorti geti verið votlendi syðst á svæðinu.
    - Mælir með að votlendi verði hlíft ef það reynist vera til staðar.


    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að taka umsagnirnar til greina.
    - Gætt að öryggismálum og skilyrðum Vegagerðarinnar um fjarlægðir frá þjóðvegi og tengingar. Framkvæmdir eru utan helgunarsvæðis Vegagerðarinnar og einungis verða um 15 herbergi á svæðinu þar sem nýting á herbergjum hefur verið 47-49% á ársgrundvelli síðustu 3 ár samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Því er um að ræða 7-8 bíla á sólarhring sem nýta núverandi innkeyrslu að lóðinni.
    - Tryggt samráð við RARIK vegna legu strengja.
    - Tekið tillit til ábendinga Náttúrufræðistofnunar varðandi mögulegt votlendi.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja auglýsta tillögu á nýju deiliskipulagi fyrir svæði við félagsheimilið Víðihlíð. Um er að ræða skilgreiningu svæðis sem verslunar- og þjónustusvæðis þar sem gert er ráð fyrir byggingu 15 kúluhúsa til gistingar ásamt bílastæðum. Teknar verða til greina umsagnir sem við á og að unnið verði í samráði við viðeigandi stofnanir.

    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 379
    Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi í sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Fyrirhuguð breyting verður því grenndarkynnt fyrir eigendum og íbúum aðliggjandi lóða sem eru Lindarvegur 6, 8, 10, 12 og Kirkjuvegur 2, 4, 6 og 8

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu á tillögunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 5.4 2410027 Lífsgæðakjarni
    Skipulags- og umhverfisráð - 379
    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna að deiliskipulagstillögu við Nestún sem kallað er „Lífsgæðakjarni“ sem hefur það markmið að skapa fjölbreytt og aðgengilegt búsetuúrræði fyrir íbúa 50 ára og eldri.
    Verkefnið er hugsað sem heildstæð lausn þar sem lögð er áhersla á lífsgæði, nálægð við náttúru og virka samfélagslega þátttöku.
    Með það að leiðarljósi að móta framtíðarúrræði sem samrýmist stefnu sveitarfélagsins um fjölbreytt búsetuskilyrði og bætt lífsgæði eldri íbúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 379
    Skipulags- og umhverfisráð þakkar innsendan póst. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir Borðeyri, með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem heimilt er að gera breytingar á deiliskipulagi þegar þörf er á. Núverandi deiliskipulag er orðið gamalt og sýnir misræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.

    Við endurskoðunina verði lögð sérstök áhersla á að tryggja verndarsvæði í byggð og að ímynd gamalla húsa verði leiðandi þáttur í framtíðarskipulagi Borðeyrar. Með því er leitast við að varðveita sérstöðu og yfirbragð staðarins, þar sem mikil saga og menningararfur býr í húsum og götum þorpsins. Endurskoðunin skapar jafnframt tækifæri til að styrkja sjálfsmynd Borðeyrar sem sögulegs þéttbýlis með sterka ímynd, sem nýtur virðingar bæði meðal íbúa og gesta.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 379
    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða merkjalýsingu fyrir lóðir að Kirkjuhvegi 2, 4, 6 og 8.
    Lýsingin er unnin á grundvelli gildandi skipulagsáætlana, mælinga og skráðra heimilda, í samræmi við ákvæði laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna og reglugerða settra samkvæmt þeim.
    Merkjalýsing hefur verið kynnt lóðarhöfum og voru engar athugasemdir gerðar við hana.


    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 379
    Málið framlagt og kynntar niðurstöður Skipulagsstofnunar.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 379 Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að umrædd framkvæmd Veiðifélags Miðfjarðarár er framkvæmdaleyfisskyld. Bókun fundar Magnús Magnússon vék af fundi kl. 15.24.

6.Reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í Húnaþingi vestra

Málsnúmer 2506031Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í Húnaþingi vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Melstaður-Deiliskipulag-2025

Málsnúmer 2507025Vakta málsnúmer

Lögð er fram skipulagslýsing við gerð deiliskipulags í landi Melstaða í Miðfirði. Um er að ræða 2.2ha svæði sem liggur við gatnamót Norðurlandsvegar nr. 1 og Miðfjarðarvegar nr. 704.

Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina eldsneytis- og þjónustulóð þar sem gert er ráð fyrir eldsneytisafgreiðslu, hleðslustöðvum fyrir rafbíla og þjónustumiðstöð á vegum Orkunnar.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að auglýst verði lýsing á skipulagstillögunni í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingunni er ætlað að kynna forsendur, meginmarkmið og helstu viðfangsefni skipulagsvinnunnar áður en hafist verður handa við gerð deiliskipulagstillögu.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Formlegar sameiningarviðræður Húnaþings vestra og Dalabyggðar

Málsnúmer 2509024Vakta málsnúmer

Á fundi samstarfsnefndar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra þann 10. september samþykkti samstarfsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórnir sveitarfélaganna að íbúakosningar um tillögu um sameiningu fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember 2025 og að kosningaaldur miðist við 16 ár sbr. 3. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Samstarfsnefnd beinir því til sveitarstjórnanna að þær kalli saman kjörstjórnir sveitarfélaganna til sameiginlegs fundar og óski eftir tilnefningu þriggja fulltrúa úr röðum kjörstjórnarfulltrúa til setu í sameiginlegri kjörstjórn, þannig að annað sveitarfélagið fái einn fulltrúa en hitt tvo og jafn marga til vara. Jafnframt verði gert ráð fyrir að kjörstjórnir sveitarfélaganna verði skipaðar undirkjörstjórnir til að sjá um framkvæmd íbúakosninganna í hvoru sveitarfélagi fyrir sig.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember 2025 og að kosningaaldur miðist við 16 ár sbr. 3. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kalla kjörstjórn til sameiginlegs fundar kjörstjórna Dalabyggðar og Húnaþings vestra í samráði við sveitarstjóra Dalabyggðar og óska eftir að kjörstjórnirnar tilnefni þrjá fulltrúa úr sínum röðum í sameiginlega kjörstjórn vegna íbúakosninganna og þrjá til vara samkvæmt tillögu samstarfsnefndar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:59.

Var efnið á síðunni hjálplegt?