Deiliskipulag Melstað-2025

Málsnúmer 2507025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 378. fundur - 07.08.2025

Tekin er fyrir fyrirspurn um tilfærslu deiliskipulagsreits þjónustustöðvar í landi Melstaða í Miðfirði. Upprunaleg deiliskipulagstillaga fyrir svæðið var staðfest í B-deild Stjórnartíðinda 26. júní 2013. Þann 12. október 2023 hafnaði sveitarstjórn breytingartillögu að sama svæði. Umsækjandi leggur nú fram nýja tillögu að staðsetningu reitsins, sem bæði Vegagerðin og landeigandi hafa veitt jákvætt álit á.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila vinnslu á deiliskipulagstillögu á nýrri staðsetningu við afleggjarann á Norðurlandsvegi nr: 1 og Miðfjarðarvegar nr: 704.
Við endanlega deiliskipulagstillögu skal liggja fyrir skriflegt samþykki landeiganda og kynna aðliggjandi jarðareigendum.

Sveitarstjórn - 393. fundur - 11.09.2025

Lögð er fram skipulagslýsing við gerð deiliskipulags í landi Melstaða í Miðfirði. Um er að ræða 2.2ha svæði sem liggur við gatnamót Norðurlandsvegar nr. 1 og Miðfjarðarvegar nr. 704.

Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina eldsneytis- og þjónustulóð þar sem gert er ráð fyrir eldsneytisafgreiðslu, hleðslustöðvum fyrir rafbíla og þjónustumiðstöð á vegum Orkunnar.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að auglýst verði lýsing á skipulagstillögunni í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingunni er ætlað að kynna forsendur, meginmarkmið og helstu viðfangsefni skipulagsvinnunnar áður en hafist verður handa við gerð deiliskipulagstillögu.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Skipulags- og umhverfisráð - 381. fundur - 13.11.2025

Lýsing á deiliskipulagstillögu í landi Melstaðar þar sem áformað er að byggja 600m² þjónustuhús með aðstöðu fyrir 8 eldsneytisdælur og 12 hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Gert er ráð fyrir 49 bílastæðum, þar af fjórum fyrir hreyfihamlaða og stæðum fyrir langferða- og vöruflutningarbifreiðar. Aðkoma að lóðinni yrði frá Miðfjarðarvegi (704) að norðan og sunnanverðu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að framangreind sjónarmið á innsendum ábendingum frá umsagnaraðilum og einnig frá Sigríði Klöru og Önnu Rósu Böðvarsdætrum verði skoðuð áður en drög að deiliskipulagi eru lögð fram til auglýsingar.

þ.e.
- Samræmingu aðalskipulagsbreytingar VÞ‑9 við deiliskipulag og mat á því hvort leggja skuli fram breytingu á gildandi deiliskipulagi 2013 (mörk/stækkun) í samræmi við ábendingu
Skipulagsstofnunar;
- Votlendis- og náttúrufarsúttekt (afmörkun vistgerða, fuglalíf) og flóðahættugreiningu;
- Grunnvatns- og mengunarvarnagreiningu með hönnun mótvægisaðgerða í samræmi við reglugerðir 796/1999 og 797/1999;
- Innleiðingu skilmála um brunaöryggi, slökkvivatn og viðbragðsáætlun í samráði við Brunavarnir;
- Staðfestingu landamerkja og kynningar til aðliggjandi jarðareigenda;


Var efnið á síðunni hjálplegt?