Skipulags- og umhverfisráð

381. fundur 13. nóvember 2025 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ingimar Sigurðsson formaður
  • Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður
  • Fríða Marý Halldórsdóttir aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Guðný Helga Björnsdóttir
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður
  • Guðmundur Brynjar Guðmundsson aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Valdimar H. Gunnlaugsson
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnussen skipulags- og byggingafulltrúi
  • Linda Sóley Guðmundsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Linda Sóley Guðmundsdóttir
Dagskrá

1.Tillaga um br. á deiliskipulagi Kirkjuhvamms

Málsnúmer 2504002Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms. Breytingin felst í hliðrun og stækkun byggingarreita úr 27 m² í 40 m². Jafnframt er gert ráð fyrir fækkun smáhýsa úr níu í átta.

Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma, en tvær ábendingar bárust.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir ábendingar í umsögnum Brunavarna Húnaþings vestra og sviðsstjóra umhverfis-, veitna- og framkvæmdasviðs.
Ráðið leggur til að tekið verði mið af framkomnum ábendingum við lokaafgreiðslu málsins, með sérstakri áherslu á:

- að tryggt verði að komið verði fyrir brunahana í samráði við Brunavarnir Húnaþings vestra,
- að samráð verði haft við veitusvið sveitarfélagsins áður en framkvæmdir hefjast, vegna lagnakerfa á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms.

2.Melstaður-Deiliskipulag-2025

Málsnúmer 2507025Vakta málsnúmer

Lýsing á deiliskipulagstillögu í landi Melstaðar þar sem áformað er að byggja 600m² þjónustuhús með aðstöðu fyrir 8 eldsneytisdælur og 12 hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Gert er ráð fyrir 49 bílastæðum, þar af fjórum fyrir hreyfihamlaða og stæðum fyrir langferða- og vöruflutningarbifreiðar. Aðkoma að lóðinni yrði frá Miðfjarðarvegi (704) að norðan og sunnanverðu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að framangreind sjónarmið á innsendum ábendingum frá umsagnaraðilum og einnig frá Sigríði Klöru og Önnu Rósu Böðvarsdætrum verði skoðuð áður en drög að deiliskipulagi eru lögð fram til auglýsingar.

þ.e.
- Samræmingu aðalskipulagsbreytingar VÞ‑9 við deiliskipulag og mat á því hvort leggja skuli fram breytingu á gildandi deiliskipulagi 2013 (mörk/stækkun) í samræmi við ábendingu
Skipulagsstofnunar;
- Votlendis- og náttúrufarsúttekt (afmörkun vistgerða, fuglalíf) og flóðahættugreiningu;
- Grunnvatns- og mengunarvarnagreiningu með hönnun mótvægisaðgerða í samræmi við reglugerðir 796/1999 og 797/1999;
- Innleiðingu skilmála um brunaöryggi, slökkvivatn og viðbragðsáætlun í samráði við Brunavarnir;
- Staðfestingu landamerkja og kynningar til aðliggjandi jarðareigenda;


3.Bláhæð Holtavörðuheiði, umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2511013Vakta málsnúmer

Steypustöðin námur ehf sækir um framkvæmdaleyfi til að leggja um 200 metra vegslóða og plægja niður vatnsrör, samtals um 250 metra, úr tjörn sunnan megin við Bláhæðarnámu. Markmið framkvæmdarinnar er að tryggja nægilegt vatn við þvott á steinefnum sem framleidd eru í námunni til vegagerðar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi með þeim fyrirvara að fyrir liggi skrifleg undirritun landeiganda.

4.Múlalundur, merkjalýsing.

Málsnúmer 2511020Vakta málsnúmer

Lögð fram merkjalýsing vegna stofnun nýrrar lóðar úr landi Múlalundar L228874.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja merkjalýsingu fyrir stofnun nýrrar lóðar úr landi Múlalundar L228874 sem fær staðfangaheitið Múlalundur 2.

5.Höfði merkjalýsing

Málsnúmer 2511021Vakta málsnúmer

Lögð fram merkjalýsing og hnitsetning fyrir Höfða L144475 og einnig stofnun nýrrar lóðar úr landi Höfða.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja merkjalýsingu fyrir Höfða L144475 og stofnun nýrrar lóðar úr landi Höfða sem fær staðfangaheitið Litlu-Vellir.

6.Sæból merkjalýsing

Málsnúmer 2511022Vakta málsnúmer

Lögð fram merkjalýsing vegna hnitsetningar og stækkunar Sæbóls L144189, sem og tillaga um breytta afmörkun Sæbóls 1 L234854.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja merkjalýsingu fyrir Sæból L144189 og Sæból 1 L234854.

7.Stóra-Ásgeirsá merkjalýsing

Málsnúmer 2511023Vakta málsnúmer

Merkjalýsing vegna stofnun á lóð úr landi Stóru-Ásgeirsá L144636, og einnig umsókn um breytt staðfang Stóru-Ásgeirsá lóð L200590.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja merkjalýsingu fyrir stofnun nýrrar lóðar og breyttu staðfangi.
Stóra-Ásgeirsá lóð L200590 fær staðfangið Stóra-Ásgeirsá 2.
Lóðin stofnuð í landi Stóru-Ásgeirsár L144636 fær staðfangaheitið Stóra-Ásgeirsá 3.

8.Víðihlíð-merkjalýsing

Málsnúmer 2511024Vakta málsnúmer

Merkjalýsing fyrir Víðihlíð L144645 og stofnun nýrrar lóðar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja merkjalýsingu fyrir Víðihlíð L144645 og stofnun nýrrar lóðar sem fær staðfangaheitið Víðihlíð 2.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?