Bláhæð Holtavörðuheiði, umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2511013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 381. fundur - 13.11.2025

Steypustöðin námur ehf sækir um framkvæmdaleyfi til að leggja um 200 metra vegslóða og plægja niður vatnsrör, samtals um 250 metra, úr tjörn sunnan megin við Bláhæðarnámu. Markmið framkvæmdarinnar er að tryggja nægilegt vatn við þvott á steinefnum sem framleidd eru í námunni til vegagerðar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi með þeim fyrirvara að fyrir liggi skrifleg undirritun landeiganda.
Var efnið á síðunni hjálplegt?