Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms

Málsnúmer 2504002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 375. fundur - 03.04.2025

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms. Breytingin felst í hliðrun og stækkun byggingarreita úr 27 m² í 40 m². Jafnframt er gert ráð fyrir fækkun smáhýsa úr níu í átta.
Skipulags- og umhverfisráð hefur fjallað um breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms. Breytingin felur í sér fækkun húsa úr 9 í 8, auk minniháttar hliðrunar húsa innan svæðisins. Breytingin hefur engin áhrif á aðliggjandi svæði og telst minniháttar.

Með fækkun og hliðrun húsa fellur breytingin vel að umhverfi svæðisins og gerir skipulagið betra í heild sinni m.a. með bættu aðgengi fyrir fatlaða. Breytingin hefur ekki áhrif á skuggavarp eða sýn sem veldur öðrum óþægindum fyrir svæðið í heild.

Sveitarfélagið er eigandi landsins og aðliggjandi svæðis, og gerir skipulags- og umhverfisráð engar athugasemdir og metur að um óverulegu breytingu á deiliskipulaginu sé að ræða.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð - 377. fundur - 03.07.2025

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms. Breytingin felst í hliðrun og stækkun byggingarreita úr 27 m² í 40 m². Jafnframt er gert ráð fyrir fækkun smáhýsa úr níu í átta.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem áður var á dagskrá skipulags- og umhverfisráðs þann 3. apríl 2025.

Skipulags- og umhverfisráð - 381. fundur - 13.11.2025

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms. Breytingin felst í hliðrun og stækkun byggingarreita úr 27 m² í 40 m². Jafnframt er gert ráð fyrir fækkun smáhýsa úr níu í átta.

Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma, en tvær ábendingar bárust.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir ábendingar í umsögnum Brunavarna Húnaþings vestra og sviðsstjóra umhverfis-, veitna- og framkvæmdasviðs.
Ráðið leggur til að tekið verði mið af framkomnum ábendingum við lokaafgreiðslu málsins, með sérstakri áherslu á:

- að tryggt verði að komið verði fyrir brunahana í samráði við Brunavarnir Húnaþings vestra,
- að samráð verði haft við veitusvið sveitarfélagsins áður en framkvæmdir hefjast, vegna lagnakerfa á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms.
Var efnið á síðunni hjálplegt?