Skipulags- og umhverfisráð

377. fundur 03. júlí 2025 kl. 15:00 - 15:30 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ingimar Sigurðsson formaður
  • Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Erla B. Kristinsdóttir
  • Guðmundur Brynjar Guðmundsson aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Valdimar H. Gunnlaugsson
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnussen skipulags- og byggingafulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá
FMH boðaði forföll en enginn varamaður mætti í hennar stað.

1.Hulduhvammur í Leiti, breytt afmörkun og stofnun lóðar.

Málsnúmer 2506040Vakta málsnúmer

Ingibjörg Halldóra Jakobsdóttir, sækir um breytta afmörkun og stofnun þriggja lóða í Hulduhvammi í Leiti, samkvæmt merkjalýsingu gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 10.09.2024. Sótt er um að lóðirnar fái staðfangið Hulduhvammur í Leiti 1, Hulduhvammur í Leiti 2 og Hulduhvammur í Leiti 3.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytta afmörkun og ný staðföng.

2.Umsagnarbeiðni um nýtt svæðisskipulag Vestfjarða.

Málsnúmer 2506026Vakta málsnúmer

Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða óskað eftir umsögn um tillögur að svæðisskipulagi Vestfjarða sem eru á vinnslustigi í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulaglaga.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við skipulagstillögurnar.

3.Borgarbyggð, ósk um umsögn vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037

Málsnúmer 2307010Vakta málsnúmer

Borgarbyggð óskar eftir umsögn vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.

4.Tillaga um br. á deiliskipulagi Kirkjuhvamms

Málsnúmer 2504002Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms. Breytingin felst í hliðrun og stækkun byggingarreita úr 27 m² í 40 m². Jafnframt er gert ráð fyrir fækkun smáhýsa úr níu í átta.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem áður var á dagskrá skipulags- og umhverfisráðs þann 3. apríl 2025.

5.Byggingarleyfi á fjölbýlishúsi við Norðurbraut 15

Málsnúmer 2506020Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða fjölbýlishús að Norðurbraut 15. Húsið er fyrirhugað með samtals 10 íbúðum, fimm á hvorri hæð.
Stærðir íbúðanna eru eftirfarandi:
Fjórar íbúðir eru 58,0 m²,
Fjórar íbúðir eru 81,1 m²,
Tvær íbúðir eru 95,0 m².

Íbúðirnar eru tveggja, þriggja og fjögurra herbergja eftir stærð. Húsið verður reist úr forsmíðuðum timbureiningum á staðsteyptum sökkli og plötu. Á norðurhlið lóðarinnar er gert ráð fyrir kaldri útigeymslum, mhl. 02, fyrir hjól og vagna.

Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi deiliskipulag og leggur því til við sveitarstjórn að fyrirhugað mannvirki verði kynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum að Norðurbraut 13 og 17 (Grund) og Grundartúni 4-14, vegna umfang framkvæmda.


6.Umsagnarbeiðni um vindorkuver að Hróðnýjarstöðum.

Málsnúmer 2507011Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn á kynning umhverfismatsskýrslu á vindorkuveri að Hróðnýjarstöðum í Dölum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við kynningu á umhverfismatsskýrslu á vindorkuveri að Hróðnýjarstöðum.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?