Byggingarleyfi á fjölbýlishúsi við Norðurbraut 15

Málsnúmer 2506020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 377. fundur - 03.07.2025

Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða fjölbýlishús að Norðurbraut 15. Húsið er fyrirhugað með samtals 10 íbúðum, fimm á hvorri hæð.
Stærðir íbúðanna eru eftirfarandi:
Fjórar íbúðir eru 58,0 m²,
Fjórar íbúðir eru 81,1 m²,
Tvær íbúðir eru 95,0 m².

Íbúðirnar eru tveggja, þriggja og fjögurra herbergja eftir stærð. Húsið verður reist úr forsmíðuðum timbureiningum á staðsteyptum sökkli og plötu. Á norðurhlið lóðarinnar er gert ráð fyrir kaldri útigeymslum, mhl. 02, fyrir hjól og vagna.

Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi deiliskipulag og leggur því til við sveitarstjórn að fyrirhugað mannvirki verði kynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum að Norðurbraut 13 og 17 (Grund) og Grundartúni 4-14, vegna umfang framkvæmda.


Var efnið á síðunni hjálplegt?