Skipulags- og umhverfisráð

378. fundur 07. ágúst 2025 kl. 15:00 - 15:40 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ingimar Sigurðsson formaður
  • Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður
  • Guðmundur Brynjar Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnussen skipulags- og byggingafulltrúi
  • Linda Sóley Guðmundsdóttir embættismaður
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Linda Sóley Guðmundsdóttir
Dagskrá

1.Pétursstaðir, umsókn um rekstrarleyfi.

Málsnúmer 2507063Vakta málsnúmer

Með umsókn dags. 22.07.2025 sótti Viktor Ingi Pétursson kt. 280599-2719, Spánn, f.h. Fasteignafélagið Ebba ehf kt.440805-0510, um leyfi til að reka gististað í flokki II frístundahús að Pétursstöðum, 531 Hvammstanga, F2529557.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Fasteignafélagsins Ebbu ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II.

2.Deiliskipulag Melstað-2025

Málsnúmer 2507025Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir fyrirspurn um tilfærslu deiliskipulagsreits þjónustustöðvar í landi Melstaða í Miðfirði. Upprunaleg deiliskipulagstillaga fyrir svæðið var staðfest í B-deild Stjórnartíðinda 26. júní 2013. Þann 12. október 2023 hafnaði sveitarstjórn breytingartillögu að sama svæði. Umsækjandi leggur nú fram nýja tillögu að staðsetningu reitsins, sem bæði Vegagerðin og landeigandi hafa veitt jákvætt álit á.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila vinnslu á deiliskipulagstillögu á nýrri staðsetningu við afleggjarann á Norðurlandsvegi nr: 1 og Miðfjarðarvegar nr: 704.
Við endanlega deiliskipulagstillögu skal liggja fyrir skriflegt samþykki landeiganda og kynna aðliggjandi jarðareigendum.

3.Mörk, umsókn um rekstrarleyfi.

Málsnúmer 2508002Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn ferðaþjónustunnar Mörk, Mörk 531 Hvammstanga, um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II C („Minna gistiheimili“). Umsóknin nær til fasteignarinnar Mörk F2133756, rýmisnúmer 170101 með hámarksfjölda fjögurra gesta.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitinga-, gisti- og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016.
Skipulag- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn ferðaþjónustunnar Mörk um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II C.

4.Hesthúsahverfi, umsókn um afmörkun og stofnun lóða.

Málsnúmer 2508001Vakta málsnúmer

Merkjalýsing fyrir afmörkun í samræmi við gildandi deiliskipulag Kirkjuhvamms á Hvammstanga dags: 09.07.2007.

Um er að ræða og merkjalýsingu fyrir breytta afmörkun á Jónströð 7 L193917 og stofnun nýrra lóða við Garðarströð 5 og 7, Þórðartraðir 1, 3, 5, 14 og 16

Allar hnitstaðsetningar eru samræmdar við fyrrnefnt deiliskipulag og er upprunalandið Kirkjuhvammur L144485.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja merkjalýsingu gerða af Káraborg ehf. dags. 10.07.2025.

5.Víðigerði, hnitsetning lóðar.

Málsnúmer 2508013Vakta málsnúmer

K.L.H ehf., sækir um leiðréttingu á stærð og hnitum í Víðigerði L144644, samkvæmt merkjalýsingu gerðri af Káraborg ehf. dagsettri þann 10.06.2025.
Skipulags-og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja leiðréttingu stærðar og hnita í Víðigerði.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?