-
Byggðarráð - 1253
Auglýst var eftir tillögum að forgangsverkefnum með auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir óbreytt forgangsverkefni frá fyrra ári. Þau eru Vatnsnes, Borðeyri, Reykir í Hrútafirði, Kolugljúfur og stígakerfi milli Laugarbakka, Hvammstanga og Kirkjuhvamms.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1253
Byggðarráð þakkar Þorgils fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Sveitarstjóra er falið að auglýsa starfið og hafa umsjón með ráðningarferlinu í samstarfi við ráðningarstofu.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1253
Á ársfundi fulltrúaráðs Leigufélagsins Bústaðar hses., kt. 620819-0420, sem haldinn var hinn 27. ágúst 2025, var samþykkt að slíta stofnuninni í samræmi við 16. gr. skipulagsskrár hennar og samkvæmt 9. gr. laga nr. 52/2016, um almennar íbúðir, sbr. jafnframt XIII. og XIV. kafla laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Tillagan var sett fram í ljósi þess að stofnunin hafði lokið markmiði sínu samkvæmt samþykktum hennar og rekstri hennar hefur verið hætt. Stofnandi stofnunarinnar, Húnaþing vestra, ásamt stjórn hennar höfðu lýst yfir vilja til þess að stofnuninni yrði slitið með formlegum hætti. Fulltrúaráð og stofnandi veittu stjórn félagsins umboð til að annast slitaferlið, þar á meðal að leita samþykkis ráðherra, kjósa skilanefnd og sinna nauðsynlegum frágangi og skjalagerð.
Lögð er fram sú tillaga að byggðarráð samþykki áframhaldandi slitaferli Leigufélagsins Bústaðar hses., í samræmi við ákvarðanir og niðurstöður ársfundar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1253
Byggðarráð samþykkir að skipa eftirfarandi í vinnuhópinn í samræmi við erindisbréf:
Magnús Magnússon, formaður byggðarráðs.
Viktor Ingi Jónsson, kjörinn fulltrúi.
Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1253
Byggðarráð samþykkir að skipa eftirfarandi í vinnuhópinn í samræmi við erindisbréf:
Ingimar Sigurðsson, formaður skipulags- og umhverfisráðs.
Sigríður Ólafsdóttir, formaður landbúnaðarráðs.
Magnús Eðvaldsson, kjörinn fulltrúi.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1253
Byggðarráð samþykkir að framlögð drög verði sett í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins.
-
Byggðarráð - 1253
Byggðarráð veitir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra, kt. 160673-3119, fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá sölu á íbúð að Hlíðarvegi 25, neðri hæð suður, fastanúmer 221-4009. Umboðið nær til þess að undirrita kaupsamning, uppgjör, afsal, skuldabréf og öll önnur nauðsynleg skjöl vegna sölu framangreindrar eignar.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1253
-
Byggðarráð - 1253
-
Byggðarráð - 1253
-
Byggðarráð - 1253
-
Byggðarráð - 1253
-
Byggðarráð - 1253
-
Byggðarráð - 1253
Fundargerð 1253. fundar byggðarráðs frá 8. september sl. lögð fram til afgreiðslu á 393. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.